Gavin Morrison og Jordan Edridge farnir heim

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur sagt upp samningum við Gavin Morrison og Jordan Edridge

Leikmennirnir, sem komu fyrir þetta tímabil, náðu ekki að sýna sitt rétta andlit og stykja liðið eins og ætlast var til.  Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar UMFG, sagði í samtali við fótbolti.net að “Þeir eru búnir að fá tilkynningu um það að við hofum ekki not fyrir þá. Þeir voru bara ekki nógu sterkir, við erum að leita að stuðning en ekki breidd. Við erum ekki í neinni góðgerðarstarfsemi. Þetta snýst um að ná í stig” 

og að Paul McShane, Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Magnús Björgvinsson séu að komast í gott form “Við eigum leikmenn inni eins og Paul McShane, Magga (Björgvinsson) og Hafþór Ægi (Vilhjálmsson) sem eru að koma úr meiðslum. Paul og Hafþór eru komnir á fulla ferð og Maggi fer að koma.”