Grindavík sækir KR heim í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Eini leikurinn í Pepsi deild karla í dag er leikur KR og Grindavíkur á KR-vellinum sem hefst klukkan 16:00. Þegar liðin mættust á sama stað í fyrra var það hin besta skemmtun.  Óli Baldur Bjarnason jafnaði þá leikinn á 78. mínútu með bakfallspyrnu. kr.is hefur tekið saman vefskrá fyrir leikinn eins og aðra heimaleiki.  Þar er hægt að sjá ýmsan …

Grindavík mætir Víkingi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Óhætt er að segja að Grindavík hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í 8 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í hádeginu. Grindavík mætir B-deildarliði Víkings sem reyndar er sýnd veiði en ekki gefin. Víkingur sló út Fylki í 16 liða úrslitunum. Leikurinn fer fram í Víkinni 8. eða 9. júlí.

Skiptir engu máli hverjum við mætum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

„Í sjálfu sér skiptir það engu máli hverjum við mætum í átta liða úrslitum. Við sáum hvernig Víkingar afgreiddu Fylki í gærkvöld og hvernig Þróttur sló Val út úr keppninni kvöldið áður. Bikarkeppnin er ólík deildarleikjum. Í bikarnum er það bara dagurinn, stundin, það augnablik sem ræður úrslitum.” sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir bikardráttinn í …

Stelpurnar unnu Álftanes

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur unnu annan leik sinn í B-deild kvenna þegar þær lögðu Álftanes á Grindavíkurvelli í kvöld með þremur mörkum gegn tveimur. Rebekka Þórisdóttir skoraði sigurmark Grindavíkur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Álftanes komst yfir snemma leiks en Guðný Gunnlaugsdóttir jafnaði metin fljótlega. Margrét Albertsdóttir kom Grindavík yfir á 17. mínútu og staðan 2-1 í hálfleik. Álftanes jafnaði metin um miðjan seinni hálfleik …

Grindavík – Álftanes í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tekur á móti Álftanes í 1.deild kvenna í kvöld.  Frítt er inn á leikinn og því upplagt að mæta og vonandi sjá annan sigurleik Grindavíkurliðsins í ár. Grindavík eru í 7. og 8. sæti í 1.deild kvenna B riðli og því mikilvægt að sigra í kvöld. Næstu leikir Grindavíkurliðsins eftir leikinn í kvöld eru Keflavík 3.júlí, Fram á heimavelli …

Víkingur – Grindavík í 8 liða úrslitum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Dregið var í hádeginu í 8 liða úrslit Borgunarbikarsins.  Grindavík kom upp úr hattinum á eftir Víking og mæta því í Víkina 8. eða 9. júlí næstkomandi. Grindavík sigraði KA 3-2 á mánudaginn og kom sér þannig í pottinn en Víkingur sló út Pepsi-deildar liðið Fylkir í gær 2-1. Aðrir leikir í 8 liða úrslitum eru: ÍBV-KRÞróttur R-SelfossStjarnan-Fram

Sigur í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík er komið áfram í 8 liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 3-2 sigur á KA á Akureyri í gær. Samkvæmt fréttaritara síðunnar voru okkar menn mjög góðir fyrsta hálftímann.  Á sjöttu mínútu skoraði Björn Berg Bryde sitt fyrsta mark fyrir Grindavík og það með skalla eftir hornspyrnu.  Gunnar Valur Gunnarsson skoraði svo sjálfsmark á 22. mínútu þegar hann þrumaði boltanum í …

Borgunarbikarinn í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætir í kvöld KA í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli klukkan 18:00 í dag.  Grindavík komst í leikinn með því að leggja Keflavík að velli 1-0 en KA-menn sigruðu Fjarðabyggð 2-0.   Síðustu tvö ár hafa þessi lið mæst í bikarkeppninni. Í fyrra mættust liðin snemma á tímabilinu í Boganum þar sem Grindavík vann 2-1 …

7.flokkur meistarar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Smábæjarleikarnir 2012 fóru fram um helgina í góðu veðri á Blönduósi.  Sjöundi flokkur Grindavíkur hefur sent lið til keppni síðustu ár og hefur yfirleitt gengið vel.  Í ár sigruðu 7.flokkurinn sína keppni. Hér fyrir ofan eru kapparnir ásamt þjálfara sínum, Garðari Pál Vignissyni

Grindavík 1 – ÍBV 3

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Eitthvað lengist biðin eftir fyrsta sigrinum í Pepsi deildinni, hann kom allavega ekki í kvöld. Allt annað var að sjá liðið koma til leiks í kvöld miðað við hörmungina á Kópavogsvelli um helgina.  Menn komu inn virkilega tilbúnir í slaginn í stað þess að hengja haus.  ÍBV átti kannski hættulegri í fyrri hálfleik en Grindavík ekkert síðri aðilinn.  Það munar …