Grindavík sækir KR heim í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Eini leikurinn í Pepsi deild karla í dag er leikur KR og Grindavíkur á KR-vellinum sem hefst klukkan 16:00.

Þegar liðin mættust á sama stað í fyrra var það hin besta skemmtun.  Óli Baldur Bjarnason jafnaði þá leikinn á 78. mínútu með bakfallspyrnu.

kr.is hefur tekið saman vefskrá fyrir leikinn eins og aðra heimaleiki.  Þar er hægt að sjá ýmsan fróðleik eins og t.d. að 9 leikmenn hafa leikið með báðum liðum en það eru Björn Skúlason,  Grétar Ólafur Hjartarson, Haukur Ingi 
Guðnason, Jóhann Þórhallsson, Ólafur Gottskálksson, Þorsteinn Guðjónsson, Þorsteinn E. Jónsson, Scott McKenna Ramsey og Óskar Örn Haukssson en sá síðastnefndi er eini sem enn spilar með öðru hvoru liðinu.  

Þá hafa Guðjón Þórðarson og Luka Kostic þjálfað bæði liðin.