Í dag var dregið í töfluröð í úrvalsdeild karla og kvenna í körfubolta fyrir næstu leiktíð. Íslandsmeistarar Grindavíkur í karlaflokki sækja granna sína í Keflavík heim 7. október en nýliðar Grindavíkur í úrvaldsdeild kvenna sækja KR heim 3. október. Töfluröðina í úrvalsdeild karla má sjá hér. Töfluröðina í úrvalsdeild kvenna má sjá hér.
Ólafur Örn í banni gegn Keflavík – Samið við skoskan leikmann
Ólafur Örn Bjarnason fyrirliði Grindvíkinga verður í banni næsta mánudag þegar þeir sækja Keflvíkinga heim. En nýr leikmaður spilar með Grindavík í þeim leik, Skotinn Ian Williamson, en gengið var frá samningi við hann í dag. Ólafur fékk gula spjaldið eftir að leik Grindavíkur og FH lauk á Grindavíkurvelli í gærkvöld, eftir orðaskipti við Magnús Þórisson dómara. Skoski knattspyrnumaðurinn Ian …
Nýr leikmaður: Ian Williamson
Grindavík hefur gert samning við Iain Williamson sem er 24 ára miðjumaður og kemur hann frá Raith Rovers í Skotlandi Ian er fæddur 12 janúar 1988 í Edinborg en tók sín fyrstu skref í meistaraflokki með Dunfermline Athletic 2007. Þar var hann í tvö ár þangað til hann var lánaður til Raith Rovers. Williamson hjálpaði Raith Rovers að sigra skosku …
Grindavík tekur á móti FH
Seinni umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu hefst í dag hjá Grindavík þegar FH kemur í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15. Alexander Magnússon og Scott Ramsey snúa aftur úr banni frá því í síðasta leik en nokkrir leikmenn glíma enn við meiðsli. Nýr enskur leikmaður sem hefur verið á reynslu hjá Grindavík er ekki kominn með leikheimild. FH er í 3. …
Þrír nýir leikmenn og sigur hjá stelpunum
Þrír nýir leikmenn gengu til liðs við kvennalið Grindavík á föstudaginn. Þeir léku allir með Grindavík sem lagði svo Völsing á Húsavík í gær 2-1 í 1. deildinni. Þórkatla Albertsdóttir og Ágústa Jóna Heiðdal skoruðu mörk Grindavíkurliðsins. Grindavík fékk Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttur lánaða frá Stjörnunni, Íris Eir Ægisdóttir kom aftur til Grindavíkur eftir að hafa verið með Keflavík í …
Grindavík – FH
Seinni hálfleikurinn í Pepsi deildinni hefst í kvöld þegar strákarnir taka á móti FH í tólftu umferðinni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður eini leikurinn á dagskrá í dag þar sem ÍBV-Selfoss hefur verið frestað til morgundagsins. Grindavík fær til baka úr leikbanni Alexander Magnússon og Scott Ramsay og jafnvel von á einum eða tveimur af sjúkralistanum. Markó Valdimar Stefánsson …
Grindavík 0 – FH 1
Grindavík og FH mættust í gær þar sem FH sigraði 1-0 Eina mark leiksins kom á 6. mínútu og var þar að verki Guðmann Þórisson eftir hornspyrnu frá Hólmari. Grindavík var nærri búið að jafna á 35. mínútu þegar Scotty átti got skot sem Gunnleifur varði. Mörkin voru ekki fleiri í leiknum sem var nokkuð kaflaskiptur, FH stjórnaði leiknum meira …
Bullock eltir Watson til Finnlands
Besti erlendi leikmaður síðasta tímabils í íslensku úrvalsdeildinni og besti maður úrslitakeppninnar, J´Nathan Bullock, er á leið til Finnlands og mun leika þar við hlið Giordan Watson en báðir áttu þeir stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Grindavíkurliðsins síðastliðið vor. Þetta kemur fram á vefmiðlinum karfan.is. Watson hafði einmitt vonast til þess að lífvörðurinn sinn, Bullock, myndi fylgja með og honum …
Skoða Skota
Grindvíkingar munu í kvöld fá skoska varnarmanninn Iain Williamson til sín á reynslu en hann verður til skoðunar næstu dagana að því er fram kemur á vefnum fotbolti.net. Leikmaðurinn sem er 24 ára hefur spilað með Raith Rovers í Skotlandi undanfarin ár þrjú ár en þar áður var hann á mála hjá Dunfermline. Grindvíkingar gátu einungis verið með fjóra menn …
Unglingalandsmótið 2012
Nú er búið að opna fyrir skráningar á unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina 3.-5. ágúst, skráning er hafin og lýkur henni þann 29 júlí. Mótið er opið öllum unglingum frá 11 ára til og með 18 ára. Skráningarsíða mótsins er http://skraning.umfi.is/ Að þessu sinni keppt í: Dansi,Fimleikum,Frjálsum íþróttum,Glímu,Golfi,Hestaíþróttum,Íþróttum fatlaðra,Knattspyrnu,Körfubolta,Motocrossi,Skák,Starfsíþróttum,sundi,og Taekwondo. Einnig er vert að geta þess að …