Helgi Jónas Guðfinnsson hefur látið af störfum sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í körfubolta vegna breytinga í vinnu. Hann mun hins vegar vera liðinu áfram innan handar með styrktarþjálfun. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Helgi Jónas hætti sem kunnugt er sem þjálfari Grindavíkur eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum í vor.
Helgi Jónas hættir sem aðstoðar landsliðsþjálfari
Helgi Jónas Guðfinnsson hefur látið af störfum sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í körfubolta vegna breytinga í vinnu. Hann mun hins vegar vera liðinu áfram innan handar með styrktarþjálfun. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Helgi Jónas hætti sem kunnugt er sem þjálfari Grindavíkur eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum í vor.
Grindavík – Tindastóll í kvöld FRÍTT Á VÖLLINN
Grindavík tekur á móti stelpunum frá Tindastól í 12.umferð Íslandsmótsins Liðin eru í 6. og 7. sæti í 1.deild kvenna, B-riðli, þar sem Grindavík er með einu stigi meira. Frítt er á völlinn í boði HP gámar. Nánar um leikinn hér fyrir neðan.
Stóðu sig vel á Unglingalandsmóti UMFÍ
Alls tóku 13 keppendur frá UMFG þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Selfossi um helgina. Grindvísku unglingarnir unnu til nokkurra verðlauna en þau kepptu í sundi, motocrossi, knattspyrnu, körfuknattleik og frjálsum íþróttum. Að sögn Bjarna Más Svavarssonar formanns UMFG voru grindvísku unglingarnir UMFG og sínu byggðarlagi til mikils sóma en hann hafði reyndar vonast eftir fleiri þátttakendum. Fánaberi …
Óbreytt staða
Grindavík gerði 2-2 jafntefli við Fram í kvöld í fjórtándu umferð Pepsi deild karla. Grindavík var líkt og í KR leiknum komið í 4 manna vörn skipuð Ólafi Erni, Mikael, Ray og Matthíasi. Markó og Alexander þar fyrir framan. Ian Wiliamson fyrir framan þá og Magnús og Scotty á köntunum með Ameobi fremstan. Okkar besti maður, Óskar Pétursson, var svo …
Dýrmætt jöfnunarmark
Grindavík krækti í ákaflega mikilvægt stig í botnbaráttuslagnum gegn Fram í kvöld. Úrslitin urðu 2-2 en það var varamaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson sem jafnaði metin á 87. mín. eftir að markvörður Fram hafði varið skalla Pape Mamadou Faye. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram yfir í fyrri hálfleik en Iain Williamson jafnaði metin á 59. mín. fyrir Grindavík. Fram komst aftur …
Stærsti leikur sumarsins í deildinni
Grindavík er úr leik í bikarnum eftir tap gegn KR í undanúrslitum síðasta fimmtudag. En á morgun, miðvikudag, tekur Pepsideildin aftur við og þá kemur Fram í heimsókn en þetta er sannkallaður úrslitaleikur því þarna eigast við liðin í 10. og 12. sæti. Fram hefur 12 stig en Grindavík 6. Fari Grindavík með sigur af hólmi tekst okkar mönnum að …
Knattspyrnuskólinn byrjaður aftur
Knattspyrnuskóli UMFG hefst í dag og stendur yfir til 22 ágúst. Eldri hópurinn er fyrir hádegi (5. bekkur – 8 .bekkur) kl.10.00, yngri hópurinn er eftir hádegi (1. bekkur – 4. bekkur) kl.13.00. er 6.000 kr og veittur er systkinaafsláttur.Skólastjórar verða Ægir Viktorsson og Óli Baldur Bjarnason.
Grindavík – Fram á morgun
Leikur Grindavíkur og Fram á morgun hefur mikla þýðingu fyrir bæði lið og verður því hart barist. Þó að allir leikir séu mikilvægir þá er þetta lykilleikur fyrir okkar menn. Með sigri Fram eru þeir komnir í ágæta fjarlægð frá fallsæti en með sigri Grindavíkur þá setjum við muninn í aðeins einn sigurleik og nóg af leikjum og stigum í …
UNDANÚRSLIT BIKARINS Í KVÖLD
Í kvöld mætast Grindavík og KR á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ. Hér er gullið tækifæri fyrir Grindavík til þess að komast í bikarúrslitin í annað sinn í sögu félagsins en Grindavík tapaði fyrir KR í bikarúrslitaleiknum 1994, 2-0. Þá var Guðjón Þórðarson einmitt þjálfari KR en Luka Kostic stýrði Grindavík. Þrátt fyrir að Grindavík sé í botnbaráttu …