Enski miðjumaðurinn Jordan Edridge hefur samið á nýjan leik við Grindavík en hann mun leika með liðinu í fyrstu deildinni í sumar. Þetta staðfesti Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í gær. Edridge kom fyrst til Grindvíkinga síðastliðið vor. Eftir að hafa leikið einungis þrjá leiki í Pepsi-deildinni voru bæði Edridge og Gavin Morrison látnir fara frá félaginu. …
Stelpurnar mæta Snæfelli
Grindavíkurstelpur taka á móti Snæfelli í dag í úrvalsdeild kvenna í Röstinni kl. 19:15. Stelpurnar eru í bullandi fallbaráttu eftir tapið gegn Njarðvík og þurfa því á stuðningi að halda í kvöld.
Grindavík-Snæfell
Grindavíkurstelpur taka á móti Snæfell í kvöld í 18. umferð Dominosdeild kvenna. Fjörir leikir eru á döfinni í kvöld. Keflavík og Njarðvík mætast, Haukar-Valur, KR-Fjölnir auk leiksins í Grindavík sem hefst klukkan 19:15 Njarðvík og Grindavík eru jöfn með 10 stig í 6-7 sæti deildarinnar og því mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum í kvöld. Snæfell er í öðru sæti og …
Kjartan Helgi gerir það gott í körfuboltanum vestan hafs
Hinn 18 ára gamli Kjartan Helgi Steinþórsson úr Grindavík hefur staðið sig vel í körfuboltan vestan hafs. Hann er á lokaári sínu í menntaskólanum Hampton Roads Academy í Newport News Virginiu í Bandaríkjunum og hefur heldur betur látið til sín taka inni á körfuboltavellinum. Fyrst síðastliðinn vetur með hinu geysisterka menntaskólaliði Warren G. Harding í Warren Ohio. Þar komst Kjartan …
Guðjón krækti sér í silfur á Reykjavíkurleikunum
Guðjón Sveinsson júdókappi varð í 2. sæti í sínum flokki á Reykjavíkurleikunum í júdó sem haldið var um helgina. Reykjavíkurleikarnir í júdó voru að þessu sinni sameinaðir Afmælismóti JSÍ og var Guðjón eini keppandinn frá júdódeild UMFG. Guðjón hreppti silfur í -66kg flokki 15 ára og eldri. Í flokknum voru 5 keppendur sem allir voru settir í einn riðil og kepptu …
Grindavík tapaði fyrir BÍ/Bolungarvík
Karlalið Grindavíkur tekur þátt í B-deild æfingamóts Fótbolta.net. Grindavík mætti BÍ/Bolungarvík á laugardaginn en tapaði 2-3. BÍ/Bolungarvík komst í 3-0 en Magnús Björgvinsson skoraði bæði mörk Grindavíkur en hann brenndi reyndar af vítaspyrnu í stöðunni 3-0.
Stelpurnar unnu Víking
Grindavíkurstelpur taka þátt í Faxaflóamótinu í knattspyrnu en sem kunnugt er hafa þær fengið góðan liðsstyrk síðustu vikur og Helgi Bogason tekið við liðinu. Þær léku sinn fyrsta leik um helgina og sigruðu Víking Ólafsvík 2-0 þrátt fyrir að hafa verið einum leikmanni færri í 75 mínútur. Guðrún Bentína Frímannsdóttir fékk að líta rauða spjaldið eftir stundarfjórðung. Þá var staðan …
Sjóli vann firmakeppnina
Firmakeppni knattspyrnudeildar og Eimskips var haldin í Hópinu síðasta laugardag. Átta lið skráðu sig til leiks. Var hart barist en sigurvegari varð lið Sjóla frá Sandgerði sem lagði Málaranna í úrslitaleik 4-2. Mynd: Lið Sjóla sem vann Firmakeppnina um helgina en myndin er tekin eftir innanhúsfirmamótið 2011 sem Sjóli vann líka.
RIG í júdó 2013
Reykjavíkurleikarnir í júdó voru í ár sameinaðir við Afmælismót JSÍ og keppti þar einn iðkandi frá júdódeild UMFG. Guðjón Sveinsson hreppti silfur í -66kg flokki 15 ára og eldri. Í flokknum voru 5 keppendur sem allir voru settir í einn riðil, og kepptu því allir við alla. Guðjón vann tvær gímur, aðra á armlás en í hinni var mótherja hans dæmd …
Góður útisigur í Hólminum
Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Snæfelli í Stykkishólmi í úrvalsdeild karla í körfubolta með 90 stigum gegn 84. Íslandsmeistararnir hrukku í gang í fjórða leikhluta sem þeir unnu 30-18. Grindavík vann fyrsta leikhlutann 24-15 og fjórða leikhlutann 30-18 en Snæfellingar voru hinsvegar mun betri í öðrum og þriðja leikhlutanum. Grindavík var með níu stiga forskot, 24-15, við lok …