Grindavík-Snæfell

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavíkurstelpur taka á móti Snæfell í kvöld í 18. umferð Dominosdeild kvenna.

Fjörir leikir eru á döfinni í kvöld. Keflavík og Njarðvík mætast, Haukar-Valur, KR-Fjölnir auk leiksins í Grindavík sem hefst klukkan 19:15

Njarðvík og Grindavík eru jöfn með 10 stig í 6-7 sæti deildarinnar og því mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum í kvöld. Snæfell er í öðru sæti og það lið sem veitir Keflavík einhverja samkeppni.  Stigahæst í Snæfellsliðinu er Kieraah Marlow með 19 stig að meðaltali í leik en fyrrum leikmaður Grindavíkur, Hildur Sigurðardóttir, er einnig hættuleg.

Ef litið er í tölfræðina hjá Grindavík hingað til þá er Crystal Smith stigahæst með 27 stig að meðaltali í leik en hún er einnig með flestar stoðsendingarnar.  Helga Rut Hallgrímsdóttir er hinsvegar með flest fráköstin, 10.2 í leik.