Grindavík tekur á móti FH í Lengjubikarnum í dag klukkan 14:00 í Reykjaneshöllinni. Liðin eigast við í riðli 1 í A deild. Grindavík hefur unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli til þessa. Fróðlegt er að sjá hvernig strákarnir koma undan æfingarferðinni til Spánar. Mánuður er í fyrsta leik í 1. deildinni og allt að slípast til. Eftir þennan …
Steinlágu í Vesturbænum
Íslandsmeistarar Grindavíkur voru teknir í bakaríið af KR-ingum í öðrum undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni körfuboltans og er staðan í einvígi jöfn 1-1. KR vann með 18 stiga mun og var mun sterkari aðilinn allan tímann. Lykilmenn Grindvíkinga voru langt frá sínu besta. Það voru aðallega varamennirnir Ryan Pettinella og Davíð Ingi Bustion sem létu eitthvað að sér kveða þegar þeir …
KR vs Grindavík – leikur 2
Grindavík og KR mætast öðru sinni í 4 liða úrslitum Dominosdeild karla í kvöld klukkan 19:15 Staðan í rimmunni er 1-0 fyrir Grindavík en í kvöld mæta þeir á erfiðan útivöll þar sem búast má við fullu húsi. Strákarnir þurfa því stuðning frá sem flestum Grindvíkingum til að hjálpa þeim á ná 2-0 í einvíginu. Hægt er að kaupa miða …
Liðsstyrkur til Grindavíkur
Grindvíkingar hafa gert eins árs samning við slóvenska varnarmanninn Alen Sutej en þetta staðfesti Eiríkur Leifsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar UMFG. Sutej hefur æft með Grindvíkingum að undanförnu en hann fór með liðinu í æfingaferð til Spánar. Sutej lék með Keflavík 2009 og 2010 áður en hann gekk til liðs við FH. Þar var Sutej að glíma við erfið meiðsli en hann …
Nýr leikmaður: Alen Sutej
Knattspyrnudeildin hefur skrifað undir samning við Alen Sutej sem mun því spila með Grindvíkingum í fyrstu deildinni í sumar. Samningurinn er eins árs. Alen er 27 ára Slóveni sem hefur gert góða hluti hér á landi. Árin 2009 og 2010 var hann með Keflavík þar sem hann lék 48 leiki. Eftir það fór hann til FH en náði aldrei að spila …
Viðtöl við landsliðskonur í fótbolta
KSÍ hefur staðið fyrir auglýsingaátaki þar sem stelpur eru hvattar til að fara í fótbolta. Mörg skemmtileg viðtöl er að finna á facebook síðu kvennalandsliðsins við landsliðsstelpurnar. Eins og allir vita eru lykilmenn í landsliðinu Grindvíkingurinn Ólína Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir og margt bendir til að fleiri Grindvíkingar muni feta í sömu spor á næstu árum. Einnig er hægt að …
Grindavík fer vel af stað
Grindavík lagði KR með 8 stiga mun, 95 stigum gegn 87, í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta. Aaron Broussard var maður leiksins en hann skoraði 31 stig og tók 11 fráköst. Hann steig ítrekað upp í þessum leik fyrir Grindvíkinga og setti niður stórar körfur þegar á reyndi. Jóhann Árni átti einnig mjög góðan leik og skoraði …
Jóhann Árni: Virkilega ánægður með úrslitin
„Ég er virkilega ánægður með úrslitin. KR er með hörkulið en við teljum okkur vera það líka og því mátti búast við spennandi leik,” sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur við Vísi. Hann átti skínandi góðan leik gegn KR og skoraði 28 stig. „Ég er nokkuð sáttur með spilamennskuna hjá mér en miklu sáttari með sigurinn, það er það eina …
Grindavík 95- KR 87
Grindavík leiðir einvígið við KR í 4 liða úrslitum Dominosdeild karla eftir 95-87 sigur í gærkveldi. Grunnurinn að sigrinum í gær var lagður í fyrsta leikhluta. Aaron skoraði fyrstu 5 stig Grindavíkur en illa gekk hjá gestunum að hitta í körfuna á upphafsmínútunum sem okkar menn nýttu sér og komust fljótt í 15 stiga forskot. KR …
Nú er það KR!
Undanúrslitarimma Grindavíkur og KR í körfubolta karla hefst í kvöld þegar Grindavík tekur á móti KR í Röstinni kl. 19:15. KR-ingar komu mjög á óvart með því að sópa Þór Þorlákshöfn út í átta liða úrslitum og Grindavík fór létt með Skallagrím. Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta í Röstina í kvöld og styðja við bakið á okkar strákum!