Grindavík – FH í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tekur á móti FH í Lengjubikarnum í dag klukkan 14:00 í Reykjaneshöllinni.

Liðin eigast við í riðli 1 í A deild. Grindavík hefur unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli til þessa.

Fróðlegt er að sjá hvernig strákarnir koma undan æfingarferðinni til Spánar.  Mánuður er í fyrsta leik í 1. deildinni og allt að slípast til.

Eftir þennan leik er aðeins Grindavík-Fjölnir eftir sem fram fer 10.apríl klukkan 20:00 í Reykjaneshöllinni.