Á sólbjörtum og fallegum mánudegi fengu „gulir og glaðir” nemendur Hópsskóla skemmtilega heimsókn. Það voru engir aðrir en nýkrýndir Íslandsmeistarar okkar í körfubolta. Þeir félagar Jóhann Árni og Davíð Ingi komu með bikarinn og spjölluðu við nemendur ásamt því að leyfa hverjum einum og einasta nemanda, alls 140, að lyfta bikarnum á loft. Að sjálfsögðu tóku nemendur vel á móti …
Sverrir Þór besti þjálfarinn
Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram um helgina. Grindvíkingar fengu þar nokkur verðlaun. Sverrir Þór Sverrisson var valinn besti þjálfarinn, Aaron Broussard besti erlendi leikmaðurinn og Jóhann Árni Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru báðir í úrvalsliðinu. Hins vegar komu engin verðlaun í kvennakörfuboltanum í hlut Grindavíkur að þessu sinni.
Frábær árangur á bikarmóti III
Í gær lauk þriðja og síðasta bikarmóti í bikarmótaröð TKÍ sem haldið var í íþróttahúsinu Sunnubraut í Reykjanesbæ. Iðkendur frá Taekwondo deild UMFG áttu góðu gengi að fagna en þeir skiluðu 11 verðlaunum í hús. Glæsilegur árangur hjá krökkunum, innilega til hamingju. Bestu þakkir fyrir frábært mót allir saman. Séstakar þakkir til hærri beltanna fyrir frábæra aðstoð á mótinu þ.e. …
Uppskeruhátíð yngriflokka.
Þriðjudaginn 7.maí næstkomandi verður haldin uppskeruhátíð yngriflokka körfuknattleiksdeildar UMFG(krakkar í 5.bekk og eldri).Hátíðin fer fram í sal Grunnskólans kl.18.00. Þar munu þjálfarar fara yfir árangur vetrarins og veita þeim verðlaun sem skarað hafa framúr. Unglingaráð fer þess á leit við foreldra, í fyrsta lagi að mæta og í öðru lagi að hafa með sér köku eða eitthvað sambærilegt og senda …
Jóhann Árni og Petrúnella best
Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fór fram í Eldborgarsal í Svartsengi síðastliðið þriðjudagskvöld þar sem þau parið Jóhann Árni Ólafsson og Petrúnella Skúladóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka félagsins. Þau skötuhjú voru lykilmenn í Grindavíkurliðunum þetta tímabilið, gular sem nýliðar og gerðu heiðarlega tilraun til þess að komast í úrslitakeppnina og gulir tóku þann stóra. Hér að neðan fer listi yfir þá …
Jóhann Árni og Petrúnella best
Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fór fram í Eldborgarsal í Svartsengi síðastliðið þriðjudagskvöld þar sem þau parið Jóhann Árni Ólafsson og Petrúnella Skúladóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka félagsins. Þau skötuhjú voru lykilmenn í Grindavíkurliðunum þetta tímabilið, gular sem nýliðar og gerðu heiðarlega tilraun til þess að komast í úrslitakeppnina og gulir tóku þann stóra. Hér að neðan fer listi yfir þá …
Bikarmót 3. skipulag
Hér eru drög af skipulagi mótsins sem hefst á morgun 4. maí. Munið að mæta tímalega þar sem þetta eru aðeins drög og athugið einnig að skoða tímasetningu á báðum keppnisgreinum (púmse og sparring) http://www.tki.is/tki/frettir/bikarmot-iii-flokkar-timar-og-starfsmenn/
Lokahóf og Íslandsmeistarapartý!
Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið í Eldborgarsal annaðkvöld, þriðjudaginn 30. apríl. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Heimalöguð skemmtiatriði á heimsmælikvarða og verðlaunaafhending hjá meistaraflokkum karla og kvenna. Matur að hætti Láka á Salthúsinu. Veislustjóri verður Jón Björn frá karfan.is. Tíminn er naumur, því er gott að fólk bregðist fljótt við og tryggi sér miða strax. …
ÍSLANDSMEISTARAR!
Grindavík varð Íslandsmeistari í þriðja sinn með því að leggja Stjörnuna að velli í Röstinni 79-74 í oddaleik liðanna í úrslitum úrvalsdeildar karla. Þar með tókst Grindavík að verja titilinn eftirsótta og tryggja sér hann á heimavelli í fyrsta skipti. Þá varð Sverrir Þór í kvöld fyrstur þjálfara til þess að gera öll þrjú Suðurnesjaliðin að Íslandsmeisturum í meistaraflokki, fyrst …
Þingmennirnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum!
Grindavík eignaðist þrjá nýja þingmenn um helgina. Þeirra fyrsta verkefni var að sjálfsögðu að mæta á úrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í gærkvöldi og hvetja sína menn til dáða. Þeir tóku svo þátt í fagnaðarlátunum þegar Grindavík tryggði sér Íslandsmeistaratitillinn. Á myndinni eru Vilhjálmur Árnason, Páll Valur Björnsson og Páll Jóhann Pálsson.