Sverrir Þór besti þjálfarinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram um helgina. Grindvíkingar fengu þar nokkur verðlaun. Sverrir Þór Sverrisson var valinn besti þjálfarinn, Aaron Broussard besti erlendi leikmaðurinn og Jóhann Árni Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru báðir í úrvalsliðinu.

Hins vegar komu engin verðlaun í kvennakörfuboltanum í hlut Grindavíkur að þessu sinni.