Lokahóf og Íslandsmeistarapartý!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið í Eldborgarsal annaðkvöld, þriðjudaginn 30. apríl. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Heimalöguð skemmtiatriði á heimsmælikvarða og verðlaunaafhending hjá meistaraflokkum karla og kvenna. Matur að hætti Láka á Salthúsinu. Veislustjóri verður Jón Björn frá karfan.is.

 

Tíminn er naumur, því er gott að fólk bregðist fljótt við og tryggi sér miða strax. Miðasala hjá Ásu í síma 894-8743. Miðaverð 5000 krónur. Klukkan 23:00 byrjar svo ÍSLANDSMEISTARPARTÝIÐ en þá munu The Backstabbing Beatles taka nokkur lög og svo mun Egill Birgisson þeyta skífum og halda uppi miklu fjöri. Miðaverð í eingöngu partýið verður 1500 krónur. Nú er að hafa hraðar hendur og næla sér í miða. Fyllum húsið og fögnum með okkar frábæra körfuknattleiksfólki. Áfram Grindavík!

Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG