Uppskeruhátíð yngriflokka.

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Þriðjudaginn 7.maí næstkomandi verður haldin uppskeruhátíð yngriflokka körfuknattleiksdeildar UMFG(krakkar í 5.bekk og eldri).
Hátíðin fer fram í sal Grunnskólans kl.18.00.

Þar munu þjálfarar fara yfir árangur vetrarins og veita þeim verðlaun sem skarað hafa framúr.

Unglingaráð fer þess á leit við foreldra, í fyrsta lagi að mæta og í öðru lagi að hafa með sér köku eða eitthvað sambærilegt og senda börnin með það ef þeir eiga ekki heimangengt.

Áfram Grindavík.

Unglingaráð körfuknattleiksdeildarinnar.