Æfingar hjá fimleikadeild UMFG hefjast í dag þriðjudaginn 10. september í íþróttahúsinu. 1.-3. bekkur er á þriðjudögum kl. 15:30-16:30 og á fimmtudögum kl. 15:45-16:30. 4.-6. bekkur er á þriðjudögum kl. 16:30-17:30 og á fimmtudögum kl. 16:30-18:00 og 7.-10. bekkur er á þriðjudögum kl. 14:30-15:30 og á fimmtudögum kl. 18:00-19:00.
Grindavík datt niður í annað sætið
Grindavík steinlá fyrir Fjölni í 1. deild karla 0-4. Þar með skaust Fjölnir upp í 1. sæti deildarinnar á kostnað Grindavíkur sem er enn í 2. sæti ásamt tveimur öðrum liðum sem öll eru með sömu markatöluna. Myndband með helstu atvikum úr leiknum má sjá hér. Staða er þessi þegar tvær umferðir eru eftir:1. Fjölnir 20 11 4 5 32:23 …
Fyrirtækjabikarinn í körfu
Um þessar mundir eru meistaraflokkur karla og kvenna að spila í Fyrirtækjabikar KKÍ, Lengjubikarnum. Grindavík sigraði Val 88-51 á sunnudaginn í karlaflokki en fyrir helgi töpuðu þeir fyrir Tindastól 104-87.Kvennaflokkur hefur spilað einn leik en þær unnu Stjörnuna 71-66. Stelpurnar taka á móti Keflavík á morgun klukkan 19:15 í Grindavík. Næsti leikur hjá karlaliðinu er hinsvegar 15 september …
Æfingar hjá fimleikadeild UMFG hefjast í dag
Æfingar hjá fimleikadeild UMFG hefjast í dag þriðjudaginn 10. september í íþróttahúsinu. 1.-3. bekkur er á þriðjudögum kl. 15:30-16:30 og á fimmtudögum kl. 15:45-16:30. 4.-6. bekkur er á þriðjudögum kl. 16:30-17:30 og á fimmtudögum kl. 16:30-18:00 7.-10. bekkur er á þriðjudögum kl. 14:30-15:30 og á fimmtudögum kl. 18:00-19:00.
Toppslagur á Grindavíkurvelli
Í dag, mánudaginn 9. september, fer án nokkurs vafa fram mikilvægasti leikur sumarsins þegar Grindavík tekur á móti Fjölni í toppslag 1. deildar karla kl. 18:00. Þrátt fyrir nokkuð hagstæð úrslit í öðrum leikjum um helgina má ekkert út af bregða hjá Grindavík, sigur myndi setja Grindavík í sterka stöðu fyrir síðustu tvær umferðirnar en tap myndi gera okkar mönnum …
Sigur og tap hjá Grindavík
Grindavík hefur leikið tvo leiki í Lengjubikar karla í körfubolta. Í gærkvöldi skellti Grindavík liði Vals 88-51 og voru yfirburðir heimamanna miklir. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 16 stig, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11 og Þorleifur Ólafsson 9. Í 1. umferðinni tapaði Grindavík fyrir Tindastóli 104-87. Ólafur Ólafsson var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig, Jóhann Árni Ólafsson skoraði 17, Þorleifur Ólafsson 13 …
Enn þéttist toppbaráttan
Grindavík tapaði stórt fyrir Fjölni í 20. umferð 1.deild karla. Lokatölur voru 4-0 fyrir gestina. Fjölnir átti sigurinn skilið því allar aðgerðir þeirra voru markvissari. Okkar menn voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér nógu góð færi. Ekki nóg með að Grindavík tapaði þarna dýrmætum stigum í baráttunni um Pepsideildarsæti þá gerðu þessi fjögur mörk markatöluhagnaðinn …
Úrslitaleikur á mánudaginn
Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir í 1. deild karla í knattspyrnu. Toppbaráttan er æsispennandi. Næsti leikur Grindavíkur gæti verið lykilleikur sumarsins en þá kemur Fjölnir í heimsókn á mánudaginn kl. 18:00. Fjölnir er í 3. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Þetta er því sannkallaður toppslagur og í raun allt undir. Grindvíkingar eru því hvattir til þess …
Daníel Leó á skotskónum fyrir U19
Íslenska U19 ára landsliðið í knattspyrnu sigraði Skota í vináttulandsleik í dag. Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði Íslands í vinstri bakverðinum og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt af þremur mörkum Íslands en Ísland vann 3-0. Daníel Leó var einnig í byrjunarliðinu þegar liðin gerðu jafntefli á þriðjudaginn.
Grindavík hafði sigur í Geysismótinu
Grindvíkingar tryggðu sér sigur á Ljósanæturmóti Geysis í körfubolta karla í gær með sigri á ÍR. Þrátt fyrir að Keflavík og ÍR eigi enn eftir að leika er ljóst að hvorugt liðið getur náð Grindvíkingum að stigum þar sem þeir síðastnefndu unnu báða leiki sína á mótinu. Lokatölur í leiknum í gær voru 92-84.