Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir KR 88-68 í lokaumferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta. Sjöunda sæti varð hlutkskipti Grindavíkur annað árið í röð. Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 20/9 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 18/8 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hrund Skuladóttir 8, Mary Jean Lerry F. Sicat 6, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 4/5 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 3/6 fráköst Ein leik …
Unglingadómaranámskeið hjá Knattspyrnudeild UMFG
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Knattspyrnudeild UMFG þann 17.mars og hefst kl. 20:00 í Gulahúsi. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem verða 15 ára á almanaksárinu og eldri. Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir. Námskeiðinu …
Fréttir af hópleiknum
Tipparar voru ekki að gera góða hluti um helgina en aðeins kom ein 10 í hús en Biggi Hermanns nældi í eina tíu fyrir BBG klíkuna, Strandamenn eru loksins farnir að sína sitt rétta andlit og fengu 7 rétta eftir að hafa fengið mjög óvænta 10 helgina áður. Annars gerðist mjög lítið á toppnum en hástökkvari vikunnar er BBG hópurinn …
Yngri landslið valin
Búið er að velja yngri landslið U15, U16 og U18 ára lsem taka þátt á Copenhagen Invitational (U15) og Norðurlandamóti yngri landsliða í Solna í Svíþjóð (U16 og U18). Grindavík á fjóra fulltrúa í þessum landsliðum. Nökkvi Már Nökkvason var valinn í U-15 ára liðið, Ingvi Þór Guðmundsson í U-16 ára og bróðir hans Jón Axel Guðmundsson í U-18 ásamt Hilmir …
Lokaleikur í Dominosdeild kvenna
Grindavík hefur lokið keppni í Dominosdeild kvenna. Síðasti leikur liðsins fór fram í gær í DHL höllinni. KR sigraði í leiknum 88-68 og endar Grindavík í 7.sæti í deildinni Crystal Smith lék ekki með stelpunum þar sem hún meiddist gegn Njarðvík. María Ben var stigahæst með 20 stig, Pálína með 18. Það var líka ánægjulegt að sjá að Hrund Skúladóttir …
Íslandsmótið í bardaga- skráning
Skráning á íslandsmótð í bardaga sem haldið verður á Selfossi 23.mars er hafin. Mótið er fyrir þá sem eru 12 ára á árinu og eldri. Munið að leggja inn keppnisgjöl um leið og þið skráið. Skráning hér; https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?usp=drive_web&formkey=dDAzbFRfNHJlUjA1dmUwdmtMLXRrSXc6MA#gid=0 Keppnisgjöld eru 4000 kr og skulu leggjast inn á 0143-26-935 kt 420284-0129 Munið að setja nafn barns sem skýringu.
Grindavík fer vel af stað í Lengjubikarnum
Grindavík sigraði BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla í knattspyrnu um helgina 2-1. Juraj Grizelj og hinn efnilegi Ivan Jugovic skoruðu mörk Grindavíkur en sigurmark Jugovic kom í blálokin. Grindavík tefldi fram nokkuð breyttu liði en byrjunarliðið var svona: Benóný Þórhallsson markvörðurJordan Lee EdridgeHákon Ívar ÓlafssonJuraj GrizeljAlex Freyr HilmarssonJosepgh David YoffeMatthías Örn FriðrikssonScott RamseyJósef K. Jósefsson fyrirliðiMagnús BjörgvinssonBjörn Berg Bryde. Inná komu …
Bikarmeistarar í 11. flokki
Sameiginlegt lið Grindavíkur og Þórs Þorlákshafnar varð bikarmeistari í 11. flokki drengja en úrslitaleikir yngri flokkanna fóru fram í Röstinni um helgina í glæsilegri umgjörð. Grindavík/Þór mætti Breiðablik í úrslitaleik þar sem Grindavík/Þór hafði betur 96-85 í hörku leik. Hilmir Kristjánsson var svo valinn maður leiksins með 31 stig og 16 fráköst. Glæsilegur árangur hjá þessum efnilegu piltum. Unglingaráð körfuknattleiksdeildar …
Bikarmeistarar
Núna stendur yfir bikarhelgi yngri flokka hér í Grindavík. Sameiginlegt lið Grindavíkur og Þór Þorlákshöfn spilaði við Breiðablik í úrslitaleik 11.flokk drengja. Grindavík/Þór sigraði 96-85 og eru því bikarmeistarar! Við óskum strákunum til hamingju með frábæran árangur.
Grindavík – BÍ/Bolungarvík
Grindavík og BÍ/Bolungarvík mætast í Akraneshöllinni á morgun klukkan 14:00. Er þetta leikur í þriðju umferð Lengjubikarsins. Grindavík er búinn að vinna einn(gegn Aftureldingu) og tapa einum(gegn Breiðablik) og er því í 4-6 sæti í riðlinum. BÍ gerði hinsvegar jafntefli við Breiðablik en tapaði fyrir ÍA þannig að þeir eru í næst neðsta sætinu, stigi ofar en Afturelding.