Yngri landslið valin

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Búið er að velja yngri landslið U15, U16 og U18 ára lsem taka þátt á Copenhagen Invitational (U15) og Norðurlandamóti yngri landsliða í Solna í Svíþjóð (U16 og U18).

Grindavík á fjóra fulltrúa í þessum landsliðum.

Nökkvi Már Nökkvason var valinn í U-15 ára liðið, Ingvi Þór Guðmundsson í U-16 ára og bróðir hans Jón Axel Guðmundsson í U-18 ásamt Hilmir Kristjánsson.