Nú styttist í fyrsta leikinn. Fjölmiðlarnir eru iðnir við að taka saman tölfræði fyrir úrslitakeppnina og þar er margt áhugavert að finna. Á karfan.is hefur Höður Tulinius tekið Four Factors upplýsingar þar sem kemur m.a. fram að „Grindavík er besta varnarlið deildarinnar skv. FourFactors og heldur andstæðingum sínum í 94,5 stigum per 100 sóknir að meðaltali. Þór spilar hraðan …
Andri Ólafsson í Grindavík
Andri Ólafsson hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2014. Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Andra velkomin til félagsins.Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningsins.Neðri röð frá vinstri: Jónas Karl Þórhallson formaður, Andri ÓlafssonEfri röð frá vinstri: Rúnar Sigurjónsson formaður meistaraflokksráðs, Hjörtur Waltersson framkvæmdastjóri.
Fyrsti leikur í úrslitakeppni
Á morgun, fimmtudaginn 20.mars, fer fram fyrsti leikur Grindavíkur í úrslitakeppninni. Grindavík mætir Þór frá Þorlákshöfn í 8 liða úrslitum. Eins og allir vita er Grindavík Íslandsmeistari síðustu tveggja ára og markið sett á þrennuna. Leikdagar eru eftirfarandi (allir leikir klukkan 19:15): Fimmtudaginn 20.03.2014 Grindavík Þór Þorlákshöfn Sunnudaginn 23.03.2014 Þór Þorlákshöfn Grindavík Fimmtudaginn 27.03.2014 Grindavík Þór Þorlákshöfn Og ef ekki …
Unglingadómaranámskeið í knattspyrnu var vel sótt í Gulahúsinu
Yfir 20 unglingar og eitt foreldri mættu á unglingadómaranámskeið í Gulahúsinu sem haldið var af KSÍ í samvinnu við Knattspyrnudeild UMFG þann 17.mars. Námskeiðið stóð í um tvær og hálfa klukkustund og var öllum opið og lýkur námskeiðinu með skriflegu prófi 24.mars. Á námskeiðinu fór Sigurður Óli Þórleifsson FIFA dómari yfir knattspyrnulögin en auk þess var einnig farið yfir ýmis …
Hópleiksfréttir
Jæja hópleikurinn hálfnaður og enn er allt galopið ennþá, Steve & co. einir á toppnum en sé hópur er eingöngu skipaður landsliðsmönnum í tippi við erum að tala um menn með 40 ára reynslu í faginu. Vísir skrifstofa er búin að lauma sér í 2-4. Hástökkvari vikunnar er Valdi Sæm en hann verður erfiður viðureignar enda er sennilega heppnasti maður …
Deildarkeppni lokið
Deildarkeppninni í Domionsdeild karla er lokið þar sem Grindavík endaði í 3.sæti. Lokaleikurinn var gegn Skallagrím í gær sem var nokkuð öruggur sigur, 86-70, og strákarnir enduðu því deildina með 8 sigri sínum í röð. Úrslitakeppnin hefst á fimmtudaginn þar sem Grindavík mætir Þór Þorlákshöfn. Sverrir Þór notaði leikinn í gær til að virkja bekkinn betur enda leikmenn þar bæði …
Risapottur og Risakerfi
Jæja loksins kom risaseðill! Búnir að bíða eftir þessum millum í nokkrar vikur! Við erum byrjaðir s.s. að selja í næsta seðil, potturinn fyrir 13 rétta verður örugglega í kringum 200-210 milljónir. Sama regla og síðast, sölu líkur 12:30 á laugardeginum – seljum hluti þangað til! Við ætlum að fá 3 efstu hópana í hópleiknum til að tippa seðilinn en þessir hópar eru einmitt efstir …
Sigur í Þorlákshöfn
Næst síðasta umferð í Dominosdeild karla fór fram í gær þegar Grindavík fór Suðurstrandaveginn og mætti Þór frá Þorlákshöfn. Grindavík sigraði leikinn 97-88 Hér fyrir neðan er umfjöllun karfan.is frá leiknum: „Grindavík heimsótti Þórsara í Höfnina fögru þetta dýrindis fimmtudagskvöld. Það var boðið upp á hrikalegan leik og sást vel að úrslitakeppnin er handan við hornið. Bæði lið börðust vel …
Fjórir landsliðsmenn
Búið er að velja yngri landslið í körfubolta U15, U16 og U18 ára sem taka þátt á Copenhagen Invitational (U15) og Norðurlandamóti yngri landsliða í Solna í Svíþjóð (U16 og U18). Grindavík á þar nokkra glæsilega fulltrúa: U15 drengja: Nökkvi Már NökkvasonU16 drengja: Ingi Þór GuðmundssonU18 karla: Hilmir Kristjánsson og Jón Axel Guðmundsson
Konukvöld kvennakörfuboltans á morgun
Hið eina sanna styrktarkvöld körfuknattleiksdeildar kvenna verður haldið föstudaginn 14. mars í Eldborg. Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk. Í fyrra komust færri að en vildu svo það er best að tryggja sér miða í tíma. Forsala aðgöngumiða er hafin í Palóma. Miðaverð aðeins 6.500 kr. Dagskrá: Hin brosmilda og hláturmilda Bryndís Ásmundsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn og …