Konukvöld kvennakörfuboltans á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Hið eina sanna styrktarkvöld körfuknattleiksdeildar kvenna verður haldið föstudaginn 14. mars í Eldborg. Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk. Í fyrra komust færri að en vildu svo það er best að tryggja sér miða í tíma. Forsala aðgöngumiða er hafin í Palóma. Miðaverð aðeins 6.500 kr.

Dagskrá:

  • Hin brosmilda og hláturmilda Bryndís Ásmundsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn og mun hún vera veislustjóri kvöldsins ásamt því að syngja lög Janis Joplin og Tinu Turner.
  • Landsliðskokkarnir frá Bláa Lóninu töfra fram dýrindis máltíð.
  • Valin verður kona kvöldsins.
  • Happdrætti, frábærir vinningar.
  • Tískusýningu frá Palómu.
  • Einnig kemur hinn eldhressi Jón Idol og skemmtir okkur fram á nótt.