Grindavík – Þór Þorlákshöfn

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Nú styttist í fyrsta leikinn.  Fjölmiðlarnir eru iðnir við að taka saman tölfræði fyrir úrslitakeppnina og þar er margt áhugavert að finna. 

 

Á karfan.is hefur Höður Tulinius tekið Four Factors upplýsingar þar sem kemur m.a. fram að

Grindavík er besta varnarlið deildarinnar skv. FourFactors og heldur andstæðingum sínum í 94,5 stigum per 100 sóknir að meðaltali. Þór spilar hraðan bolta eða 87,7 í pace en Grindavík er alls ekkert illa við það heldur þannig að liðin passa hvort öðru hvað það varðar”

Sjá nánar á karfan.is

Vísir.is hefur fengið spekinga til að spá í rimmuna og spá þeir allir Grindavík sigri, sjá nánar á visir.is

Þar er einnig tekið saman “vissir þú” tölfræði

… Grindvíkingar hafa unnið sex seríur í röð í úrslitakeppni eða allar síðan þeir töpuðu fyrir Stjörnunni í átta liða úrslitunum 2011. Grindavík hefur komist í 1-0 í öllum seríunum og í 2-0 í fjórum af sex. Ein seríanna var á móti Þór úr Þorlákshöfn en liðin mættust í lokaúrslitunum árið 2012.

… Ragnar Nathanaelsson tók 25 fráköst í sigri Þórs í Grindavík en engum tókst að taka fleiri fráköst í einum leik í vetur.  Ragnar var með 18,0 stig og 18,5 fráköst að meðaltali í leikjunum á móti Grindavík.”

Á mbl.is er viðtal við Sigurð Þorsteinsson