Grindavík byrjaði ekki vel í 1. deild karla í knattspyrnu. Grindavík tapaði fyrir Leikni 1-0 á gervigrasvelli þeirra síðarnefndu í Breiðholtinu. Mikil harka einkenndi leikinn en Grindavík átti sannarlega meira skilið úr þessari rimmu. Nýjasti leikmaður Grindavíkur, framherjinn Tomislav Misura, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. Byrjunarlið Grindavíkur: Óskar, Daníel Leó, Juraj, Andri, Alex Freyr, Josept David, Matthías, …
Úr leik í bikarnum
Knattspyrnuvertíðin hjá meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hófst í gær. Grindavík sótti Þrótt heim í bikarnum á gervigrasvellinum í Laugardal og tapaði í framlengdum leik, 1-0. Grindavík tefldi fram ungu liði undir stjórn Ægis Viktorssonar sem stóð sig með prýði. Í liðið vantaði nokkra lykilmenn að þessu sinni sem verða komnir fyrir fyrsta leik í deildinni. Lið Grindavíkur: Emma Higgins, Jennifer …
Bacalaomótið 2014 verður haldið 31.maí
Nú styttist í sjómannahelgina og Sjóarann síkáta og þá er tími til komin að huga að Bacalaomótinu 2014 sem er knattspyrnumót fyrir 30 ára og eldri, fyrrum knattspyrnuhetjur Grindvíkinga nær og fjær. Bacalaomótið er nú haldið í fjórða sinn og höfum við alltaf fengið góðar undirtektir, nú er því um að gera að taka daginn frá, þ.e. 31. maí 2014. Nánari upplýsingar …
8 verðlaun á bikarmóti
Þriðja og síðasta bikarmóti í bikarmótaröð Taekwondo sambands Íslands lauk síðustu helgi. Mótið var haldið í Mosfellsbæ að þessu sinni og áttu Grindvíkingar nokkra unga og efnilega verðlaunahafa á mótinu og óskum við þeim innilega til hamingju. Í formi Ingólfur Hávarðarsson 2. sæti Sigurbjörn Gabríel Jónsson 3. sæti Jakob Máni Jónsson 2. sæti Í bardaga Oliver Adam Einarsson 1. …
Átta verðlaun á bikarmóti
Þriðja og síðasta bikarmóti í bikarmótaröð Taekwondósambands Íslands lauk síðustu helgi. Mótið var haldið í Mosfellsbæ að þessu sinni og áttu Grindvíkingar nokkra unga og efnilega verðlaunahafa á mótinu og óskum við þeim innilega til hamingju. Í formi Ingólfur Hávarðarsson 2. sæti Sigurbjörn Gabríel Jónsson 3. sæti Jakob Máni Jónsson 2. sæti Í bardaga Oliver Adam Einarsson 1. sæti …
Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur 2014
Lokahóf körfuboltans verður haldið laugardaginn 10.maí á BrúnniHúsið opnar kl. 19:00 Að sjálfsögðu verður EUROVISION-stemning á staðnum!!Veislustjóri: Jón Björn Ólafsson (karfan.is sérfræðingur) Annáll karlaliðs í boði Jóa og Lalla Skemmtiatriði kvennaliðs Óvænt skemmtiatriði frá stjórn Söngvakeppni Fjöldasöngur Lambalæri per exelanceEftirrétturGestir lokahófs geta keypt miða á dansleik á Salthúsinu á 1.000 kr (verð 1.500)Verð: 4.900 Takmarkaður miðafjöldi í boði. Miðapantanir hjá Ásu …
Fyrsti leikur á morgun
Grindavík hefur leik í 1.deild á morgun þegar þeir mæta Leikni í Breiðholtinu klukkan 14:00. Fótbolti.net hefur tekið saman spá fyrirliða og þjálfara í deildinni og telja þeir að Grindavík endi í 1.sætinu sem við hljótum að vera sammála. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópnum frá því í fyrra. Eftirfarandi leikmenn er komnir: Andri Ólafsson frá KRJoe Yoffe frá …
Aðalfundur UMFG 2014
Aðalfundur UMFG 2014 ( Aðalstjórn) Ungmannafélag Grindavíkur ákvað á stjórnarfundi sem haldinn var 03.mars 2014 að halda aðalfund UMFG 2014. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 11.maí 2014 kl 20:00 í Framsóknarhúsinu við Víkurbraut. Dagskrá fundarins er: Venjulega aðalfundarstörf
Sala á árskortum – Brunch í Gula húsinu
Fótboltasumarið er að hefjast hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu. Stuðningsmenn ætla að hittast í „brunch“ í Gula húsinu sunnudaginn 11. maí kl 12:00 til 14:00. Þá fer fram sala á árskortum sem verða með nýjungum. Fylgst verður með lokaumferð í enska boltanum á Sky sport stöðvum í Gulahúsinu eftir kl 14:00. * Árskorthafar verða með upphitun 1 klst fyrir alla heimaleiki mfl karla …
Ómar og Jóhann framlengja í Grindavík
Domino’s deildarlið Grindavíkur í körfubolta karla hefur náð að tryggja sér áfram starfskrafta tveggja lykilleikmanna, en þeir Jóhann Árni Ólafsson og Ómar Sævarsson framlengdu samninga sína við liðið á dögunum. Jóhann samdi við liðið til fimm ára en Ómar til þriggja ára. Frá þessu er greint á Karfan.is. Þar er jafnfram greint frá því að hugsanlega séu Grindvíkingar að missa …