Sunddeild UMFG heldur sundnámskeið fyrir fullorðna í janúar og febrúar. Námskeiðin verða tvö og standa yfir í þrjár vikur í senn, mánudag til föstudags og hefjast klukkan 18:30. Verð: 15.000 krónur á hvort námskeið. Skráning á fyrra námskeiðið er hérna. Skráning á seinna námskeiðið er hérna. Fyrra námskeiðið fer fram frá 19. janúar – 6. febrúar. Seinna námskeiðið fer fram …
Knattspyrnunámskeið UMFG og Lýsi helgina 30. janúar – 1. febrúar
Knattspyrnudeild UMFG og Lýsi heldur knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 30. janúar – 1. febrúar. Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG og Lýsis 2015 fyrir 3. – 5. flokk stráka og stelpna. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og …
4.flokkur vann B deildina
Grindavík, Stjarnan Untied og Reynir/Víðir voru sigurvegar á Njarðvíkurmótinu í 4. flokki sem fór fram á laugardag og sunnudag í Reykjaneshöll. Leikið var í þremur deildum og það var Stjarnan United sigurvegari í A deild en þetta var eitt af fimm liðum frá þeim. Grindavík sigraði B deildina og Reynir/Víðir C deildina á laugardag. Mótið gekk í alla staði vel …
Haukar lagðir í fyrsta leik ársins
Eftir brösulegt gengi framan af tímabili girtu strákarnir okkar í brók í gær og unnu sannfærandi sigur á Haukum hér á heimavelli, 94-80. Öfugt við það sem hefur oft gerst í vetur þá hrundi leikur okkar manna ekki í 3. leikluta, heldur mættu þeir eins og grenjandi ljón úr búningsklefanum og rúlluðu yfir Haukana, 34-17. Eins og fram hefur komið …
Grindavík tekur þátt í fótbolta.net mótinu
Fimmta árið í röð stendur Fótbolti.net fyrir æfingamóti í janúar þar sem mörg af sterkustu liðum landsins taka þátt. Grindavík er eitt af aðeins tveimur liðum úr 1. deild sem eru í A-deild mótsins. Fyrsti leikur Grindavíkur er laugardaginn 10. janúar í Reykjaneshöll gegn Keflavík kl. 10:30. Grindavík leikur í B-riðli ásamt ÍBV, Keflavík og Stjörnunni. Leikir Grindavíkur eru eftirfarandi: …
Viðurkenning til júdódeildar UMFG – Myndband
Á kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ársins í Grindavík 2014 (sjá nánar hér) var júdódeild UMFG verðlaunuð fyrir framúrskarandi starf undanfarin misseri. Af því tilefni var sýnt skemmtilegt myndband frá starfi deildarinnar á síðasta ári sem sjá má hér að neðan. Júdódeild Grindavíkur var stofnuð 1971 af Jóhannesi Haraldssyni þegar hann flutti hingað suður með sjó. Fjölmargir Íslandsmeistaratitlar hafa komið í …
Dósasöfnun kvennaliðs körfunnar stendur yfir NÚNA
Í þessum töluðu orðum, sunnudagseftirmiðdaginn 4. janúar, eru liðsmenn meistaraflokks kvenna ásamt kvennaráði að ganga í hús og safna tómum dósum og flöskum. Dósasöfnunin er ein af mikilvægari fjáröflunum ársins og því vonum við að sem flestir taki vel á móti okkur. Þeir sem eru á leið að heiman geta annað hvort skilið pokana eftir fyrir utan hús sín og …
Breytingar á leikmannamálum hjá báðum meistaraflokkum Grindavíkur í körfunni
Grindvíkingar byrja árið á stórtíðindum í leikmannamálum þetta árið. Rachel Tecca kemur ekki til baka úr jólafríinu í Bandaríkjunum, en hún var þegar búin að kveðja á instagram svo að þessar fréttir ættu ekki að koma mjög á óvart. Þá hefur Maggi Gunn leikið sinn síðasta leik fyrir Grindavík en bræðurnir Jón Axel og Ingvi Guðmundssynir snúa aftur frá Bandaríkjunum. …
Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2014
Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns ársins og íþróttakonu ársins 2014 í Grindavík má sjá hér á neðan. Athöfnin fer fram í Hópsskóla á gamlársdag kl. 13:00 og eru allir Grindvíkingar hjartanlega velkomnir á þessa uppskeruhátíð íþróttafólks. Auk þess að veita verðlaun fyrir íþróttamann og íþróttakonu ársins verða veitt hvatningarverðlaun, verðlaun fyrir fyrstu landsleiki, fyrir titla auk ýmislegs annars. Tilnefndar sem íþróttakonur …
Íþróttanámskrá UMFG
Aðalstjórn UMFG hefur ásamt deildum sínum gert íþróttanámskrár sem lagðar voru fyrir frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar fyrr á þessu ári til samþykktar. Er það hluti af samkomulagi Grindavíkurbæjar og UMFG vegna stuðnings bæjarins við barna- og unglingastarf UMFG. Íþróttanámskráin er lifandi skjal sem á að yfirfara og uppfæra árlega. Áætlunin er virkilega metnaðarfull og má nálgast hana með því að …