Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldinn í Gjánni, þriðjudaginn 26. febrúar kl 20:30 Dagskrá aðalfundar: 1. Setning fundar og kosning fundarstjóra og ritara 2. Farið yfir ársreikning félagsins 3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning stjórnar 5. Önnur mál 6. Fundarslit Allir velkomnir
10. flokkur stúlkna bikarmeistarar
Grindavíkurstúlkur í 10. flokki urðu í gær bikarmeistarar í körfuknattleik þegar þær unnu nágranna sína í Njarðvík. Leikurinn var heilt yfir mjög jafn en nánari lýsing á leiknum má finna á vef Körfunnar. Grindavíkurstúlkur voru hins vegar mjög sannfærandi á lokamínútum leiksins og unnu öruggan sigur 50 – 42. Viktoría Rós Horne var valin lykilleikmaður í leiknum en byrjunarlið Grindavíkur var skipað …
Grindavík semur við heimamenn
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við fjöldan allan af strákum sem spila annaðhvort með 2. flokki eða eru nýstignir uppúr þeim flokki. Um er að ræða 2ja til 3ja ára samninga. Um 95% af þessum strákum eru heimamenn. „Við eigum marga mjög efnilega stráka og er vonandi stutt í að þeir fái tækifæri með liðinu í Pepsi deildinni. Grindavík fagnar því …
Hafði áhyggjur af því að Katrín Ösp færi af stað uppi í stúku
Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur í körfubolta eða Óli Óla eins og hann er oft kallaður sagðist hafa haft áhyggjur af því að konan sín, Katrín Ösp Eyberg færi af staði í stúkunni. Svo mikil hafi spennan verið í andrúmsloftinu í leik gærkvöldsins en Katrín er langt gengin með þeirra fyrsta barn. Grindavík lagði Tindastól í gærkvöldi í 16.umferð Dominos deildar karla …
Knattspyrnudeildin auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Knattspyrnudeild UMFG óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri félagsins. Starfsvið felur í sér m.a.: • Daglegur rekstur knattspyrnudeildar. • Fjármála- og starfsmannastjórnun. • Stefnumótun og áætlanagerð. • Samningar og samskipti við samstarfsaðila félagsins. • Undirbúningur og framkvæmd fjáraflana og viðburða á vegum félagsins. • Samskipti við félagsmenn, foreldra og iðkendur. • Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar- …
Hreyfing 2019 – Betri lífstíll
Við höldum áfram að fjalla um þá hreyfingu sem í boði er í Grindavík en nú fáum við að kynnast því sem Alda og Gerður bjóða upp á hjá Betri lífsíl. Vegna mikillar eftirspurnar um þjálfun ákváðu þær að slá til og byrja að bjóða upp á námskeið. “Við byrjuðum í febrúar 2017 og höfum lítið tekið frí síðan þá. …
Verður Ingibjörg sannspá?
Ingibjörg Jakobsdóttir, leikmaður Grindavíkur í körfubolta spáir í leikina sem fram fara í kvöld í efstu deild kvennakörfunnar, en frá þessu greinir vefurinn Karfan.is. Þar kemur fram að í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verði fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhverjir allt aðrir. Ingibjörg er hefur t.a.m. leikið í efstu deild með liði …
Körfuboltaæfingar hefjast aftur skv. stundatöflu á morgun
Körfuboltaæfingar hefjast aftur eftir jólafrí samkvæmt æfingatöflu á morgun 4.janúar. Morgunæfingarnar með Lewis Clinch hefjast svo aftur 9.janúar kl 6:20. Hægt er að nálgast æfingatöflur allra flokka á heimasíðu UMFG
Aðalfundur GG fer fram 2. febrúar
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur fer fram laugardaginn 2. febrúar 2019 kl. 13:00 í golfskálanum að Húsatóftum. Dagskrá aðalfundarins er svohljóðandi: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Kosning endurskoðunarmanna 7. Árgjöld 2019 8. Fjárhagsáætlun 2019 lögð fram 9. Önnur mál Stjórn GG vill hvetja …
Þau fengu hvatningarverðlaun
Nokkur efnileg ungmenni voruð heiðruð á kjöri íþróttafólks Grindavíkur sem fram fór á gamlársdag. Hvatningarverðlaun eru veitt frá deildum innan UMFG, Brimfaxa og Golfklúbbi Grindavíkur. Þau sem hljóta þessi verðlaun eru ungmenni sem eru áhugasöm, með góða hegðun, sýna góða ástundun og teljast vera góðar fyrirmyndir. Hér á eftir smá sjá umfjallanir um þau, eftir þeirri röð sem þau eru …