10. flokkur stúlkna bikarmeistarar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavíkurstúlkur í 10. flokki urðu í gær bikarmeistarar í körfuknattleik þegar þær unnu nágranna sína í Njarðvík. Leikurinn var heilt yfir mjög jafn en nánari lýsing á leiknum má finna á vef Körfunnar.  Grindavíkurstúlkur voru hins vegar mjög sannfærandi á lokamínútum leiksins og unnu öruggan sigur 50 – 42. 

Viktoría Rós Horne var valin lykilleikmaður í leiknum en byrjunarlið Grindavíkur var skipað þeim Viktoríu Rós Horne, Elísabeth Ýr Ægisdóttur, Huldu Björgu Ólafsdóttur, Júlíu Ruth Thasaphong og Ásu Björgu Einarsdóttur.  Aðrir leikmenn eru; Emma Lív Þórisdóttir, Hekla Eik Nökkvadóttir, Melkorka Mist Einarsdóttir, Rakel Rán Gunnarsdóttir, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir, Sigurbjörg Sigurpálsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. 

Hér má sjá myndir frá leiknum inni á Facebook síðu Körfunnar. 

Meðfylgjandi mynd er tekin af vefnum www.karfan.is en þar má sjá nýkrýnda bikarmeistara ásamt þjálfurunum Ellerti Magnússyni, Ernu Rún Magnúsdóttur og Hrund Skúladóttur.