Í gær fóru fram á Grindavíkurvelli opnunarleikir Evrópumóts U17 kvenna. Það fór ekki vel hjá íslensku stelpunum en þær lutu í gras fyrir þeim þýsku, 0-5. Í kvöld er svo leikið í 1. deild karla á vellinum þegar HK koma í heimsókn úr Kópavoginum. Leikurinn hefst kl. 19:15 en Grindavík situr nú í 9. sæti með 7 stig. Sigur í …
Landsleikir á Grindavíkurvelli í dag
Úrslitakeppni Evrópumóts U17 ára kvenna hefst á Grindavíkurvelli í dag en tveir leikir fara fram í dag. Klukkan 13:00 mætast lið Englands og Spánar en svo klukkan 19:00 hefst formlegur opnunarleikur mótsins þegar lið Íslands tekur á móti Þýsklandi. Frítt er inn á alla leiki á mótinu og vegleg skemmtidagskrá fyrir yngri kynslóðina verður í boði fyrir alla leiki. Boðið …
Jón Axel öflugur með U20 ára liðinu sem nældi í silfur
U20 ára landslið Íslands í körfuknattleik tók á dögunum þátt í Norðurlandamóti í Finnlandi og var okkar maður, Jón Axel Guðmundsson, þar í stóru hlutverki og var glæsilegur fulltrúi Grindavíkur. Liðið nældi í silfurverðlaun á mótinu eftir svekkjandi tap gegn Finnum í lokaleik. Ísland leiddi á tímabili með 20 stigum en missti forskotið niður og tapaði leiknum svo á flautukörfu. …
Bikardraumur Grindvíkinga úti, FH-ingar of stór biti að kyngja
Grindvíkingar heimsóttu FH-inga í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í gær. Fyrirfram bjuggust sennilega flestir við þægilegum heimasigri FH-inga en í bikarnum getur allt gerst og Grindvíkingar voru hvergi bangnir þegar flautað var til leiks. Að lokum voru það þó ódýr víti og lélegar afgreiðslur á færum sem felldu okkar menn og fóru leikar 2-1 fyrir heimamenn. Strax á 8. mínútu fengu …
Góð þátttaka í Bacalao-móti knattspyrnudeildar UMFG
Knattspyrnudeild UMFG hélt hið stórskemmtilega Bacalao-mót fimmta árið í röð og er skemmst frá því að segja að metþátttaka var á mótinu í ár og eftir því sem við komumst næst skemmtu allir sér konunglega. Mótið er fyrir alla knattspyrnumenn frá Grindavík sem hafa náð 30 ára aldri og hafa ekki leikið KSÍ leik á árinu. Yfir 200 myndir frá …
Kvennahlaup ÍSÍ er á morgun, laugardaginn 13. júní
Hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á morgun, laugardag. Hlaupið verður frá sundlaug Grindavík kl. 11:00 og hægt er að skrá sig á staðnum á hlaupdegi en einnig í dag. Þátttökugjald er 1.500 krónur fyrir 13 ára og eldri en 1.000 fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í gjaldinu er hlaupabolur og verðlaunapeningur.
Stelpurnar taka á móti Fram í kvöld
Stelpurnar í meistaraflokki kvenna hafa svo sannarlega farið inn í sumarið á fljúgandi siglingu. Þær eru komnar í 8-liða úrslit í bikarnum og eru taplausar í deildinni eftir tvo leiki. Í kvöld verður svo toppslagur á Grindavíkurvelli þegar þær taka á móti toppliði Fram, sem að vísu er búið að leika einum leik meira og tapa honum. Sigur í kvöld …
Tap heima gegn Þrótti, 4 stig eftir 5 leiki
Hrakfarir meistaraflokks karla í knattspyrnu halda áfram en í gær tók liðið á móti Þrótti frá Reykjavík. Það viðraði ekkert sérstaklega vel til knattspyrnuiðkunnar í Grindavík í gær en það var engu líkara en haustlægð væri að ganga yfir landið hér í byrjun júní. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í þessum leik en þrátt fyrir það gekk þeim illa að klára …
Sumaræfingar hjá körfunni að hefjast
Sumaræfingar körfuknattleiksdeildar hefjast á morgun, 9. júní. Sumaræfingar hjá körfunni eru nú að fara af stað fjórða sumar í röð og hefur æfingum fjölgað jafnt og þétt. Nú bjóðum við æfingar fyrir alla aldurshópa, og síðan afreksæfingar í lok hver dags. Æfingarnar eru settar upp með tiliti til aldurs og þroska hvers hóps fyrir sig. Afreksæfingar eru svo í boði …
Stelpurnar áfram í bikarnum – mæta Fylki í 8. liða úrslitunum
Stelpurnar í meistaraflokki kvenna halda áfram að rúlla upp hverjum andstæðingnum á fætur öðrum. Það var ekkert frí hjá þeim um Sjómannadagshelgina en á laugardaginn sóttu þær lið Augnabliks heim í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins og fóru heim með 0-2 sigur í farteskinu. Ekki amalegt að sigla inn í Sjóarann síkáta með bikarsigur á bakinu. Mörk Grindavíkur skoruðu fyrirliðinn Bentína Frímannsdóttir …