Sumaræfingar hjá körfunni að hefjast

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Sumaræfingar körfuknattleiksdeildar hefjast á morgun, 9. júní. Sumaræfingar hjá körfunni eru nú að fara af stað fjórða sumar í röð og hefur æfingum fjölgað jafnt og þétt. Nú bjóðum við æfingar fyrir alla aldurshópa, og síðan afreksæfingar í lok hver dags. Æfingarnar eru settar upp með tiliti til aldurs og þroska hvers hóps fyrir sig.

Afreksæfingar eru svo í boði fyrir 11 ára og eldri og eru hugsaðar sem einstaklingsæfingar þar sem krakkar fá tækifæri til að æfa eins og afreksmenn gera á sumrin. Jón Axel Guðmundsson sér um æfingar fyrir 6-8 ára, 9-11 ára og 12-15 ára, ásamt fleiri þjálfurum. Jóhann Árni Ólafsson og Jóhann Þór Ólafsson sjá síðan um afreksæfingarnar.