Kvennahlaup ÍSÍ er á morgun, laugardaginn 13. júní

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á morgun, laugardag. Hlaupið verður frá sundlaug Grindavík kl. 11:00 og hægt er að skrá sig á staðnum á hlaupdegi en einnig í dag. Þátttökugjald er 1.500 krónur fyrir 13 ára og eldri en 1.000 fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í gjaldinu er hlaupabolur og verðlaunapeningur.