Góð þátttaka í Bacalao-móti knattspyrnudeildar UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG hélt hið stórskemmtilega Bacalao-mót fimmta árið í röð og er skemmst frá því að segja að metþátttaka var á mótinu í ár og eftir því sem við komumst næst skemmtu allir sér konunglega. Mótið er fyrir alla knattspyrnumenn frá Grindavík sem hafa náð 30 ára aldri og hafa ekki leikið KSÍ leik á árinu.

Yfir 200 myndir frá mótinu má sjá á heimasíðu mótsins. Hér fylgja nokkrar skemmtilegar.