Stelpurnar taka á móti Fram í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna hafa svo sannarlega farið inn í sumarið á fljúgandi siglingu. Þær eru komnar í 8-liða úrslit í bikarnum og eru taplausar í deildinni eftir tvo leiki. Í kvöld verður svo toppslagur á Grindavíkurvelli þegar þær taka á móti toppliði Fram, sem að vísu er búið að leika einum leik meira og tapa honum. Sigur í kvöld mun því skila Grindavíkurkonum einum í toppsætið.

Mætum öll á völlinn og sýnum stuðning í verki. Stelpurnar eru búnar að útbúa enn eina snilldar auglýsinguna fyrir leikinn. Ef þetta kemur mönnum í gírinn þá gerir það sennilega fátt.