Fermt verður í Grindavíkurkirkju dagana 9. apríl, 23. apríl og 30. apríl nk. Sú nýbreytni er að Sunddeild UMFG hefur tekið við skeytaþjónustunni þetta árið. Við verðum í aðstöðunni í Gjánni við íþróttahúsið, Austurvegi, frá kl. 11:00-14:00 alla fermingardagana. Boðið verður uppá símaþjónustu. Þú hringir í síma 426-7775 og við tökum niður pöntunina. ATH! Greiðslukortaþjónusta, ekki rukkað í hús. Verð á …
Pétur Guðmundsson Íslandsmeistari í pílukasti
Grindvíkingar eignuðust á dögunum Íslandsmeistara, þó ekki í körfubolta eins og svo oft áður, heldur í pílukasti. Pétur Rúðrik Guðmundsson varð hlutskarpastur 36 keppenda í einmenningi á Íslandsmóti 501 sem haldið var á Akureyri. Meðfylgjandi mynd var þó ekki tekin á mótinu heldur síðastliðið sumar þegar Pétur var ráðinn fyrsti unglingalandsliðsþjálfari Íslands í pílu. Pétur hefur í vetur unnið mikið …
Stúkan verður gul í kvöld
Það verður væntanlega gjörsamlega rafmögnuð stemming í Mustad-höllinni í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Stjörnunni í 4-liða úrslitum Domino’s deildar karla. Okkar menn tóku heimavallarréttinn af Stjörnumönnum með valdi í síðasta leik og ætla sér að halda uppteknum hætti í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 en grillin verða heit uppúr fimm og borgararnir klárir 17:30. Á síðasta leik myndaðist …
Dröfn valin í U19 ára landsliðið gegn Ungverjum
Dröfn Einarsdóttir, leikmaður Grindavíkur í meistaraflokki kvenna, hefur verið valin í U19 ára landsliðið sem mætir Ungverjum í tveimur vináttulandsleikjum 11. og 13. apríl. Dröfn, sem fædd er árið 1999, er ein allra efnilegasta knattspyrnukona Grindavíkur en hún á 15 leiki að baki með U17 landsliðinu og hefur þegar leikir 4 leiki fyrir U19 ára liðið. Hópurinn í heild sinni
Ekki tjaldað til einnar nætur í Pepsi-deildinni í sumar
Nú þegar innan við mánuður er í fyrstu leiki í Pepsi-deildum karla og kvenna er ekki úr vegi að við birtum viðtal við þá Óla Stefán Flóventsson og Róbert Haraldsson, þjálfara meistaraflokka Grindavíkur í knattspyrnu. Viðtalið birtist áður í 1. tbl. Járngerðar sem kom út í byrjun mars. Eftir nokkurra ára hlé mun Grindavík eiga lið í efstu deildum karla …
Góður Dagur í Garðabæ
Grindvíkingar hófu 4-liða úrslitin með látum í gær þegar þeir skelltu Stjörnumönnum í Ásgarði, 78-96. Okkar menn voru að hitta virkilega vel meðan að lykilmenn Stjörnunnar náðu sér ekki á strik. Bakvarðaparið Lewis Clinch Jr og Dagur Kár Jónsson var í miklum ham og skoruðu þeir 29 og 26 stig. Alls settu Grindvíkingar 14 þrista í leiknum í 34 tilraunum …
Grindavík í 8-liða úrslit Lengjubikarsins
Grindavík tryggði sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 2-2. Grindavík náði 0-2 forystu í leiknum með mörkum frá Magnúsi Björgvinssyni. Nokkra sterka leikmenn vantaði í lið Grindavíkur en Stjarnan stillti upp sínu sterkasta liði. Stjarnan sótti án afláts í seinni hálfleik og jöfnuðu að lokum leikinn úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Eftir …
4-liða úrslitin hefjast í Ásgarði í kvöld
Grindvíkingar hefja leik í 4-liða úrslitum Domino’s deildar karla í kvöld þegar þeir heimsækja Stjörnuna í Ásgarð. Leikurinn hefst kl. 19:15 en húsið opnar kl. 18:00 og hleypt verður inn í sal 18:20. Hægt er að tryggja sér miða á leikinn í forsölu á Miði.is. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna og styðja strákana okkar til sigurs. Áfram Grindavík!
Forsala á fyrsta leik Grindavíkur og Stjörnunnar
Það má reikna með að það verði fullt hús í Ásgarði annað kvöld þegar fyrsti leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum Domino’s deildar karla fer fram. Þeir sem vilja tryggja sér miða í tíma geta gert það á Miði.is hér. Leikurinn hefst klukkan 19:15 en húsið opnar klukkan 18:00 og hleypt verður inn í sal klukkan 18:20. Grindvíkingurinn og Stjörnuliðhlaupinn Bryndís …
Litið inn á judo æfingu – myndband
Á dögunum fjölluðu Víkurfréttir ítarlega um gróskuna í judo í Grindavík. Nú er komið myndband frá heimsókninni, þar sem rætt er við Arnar Má Jónsson þjálfara, Tinnu Hrönn Einarsdóttur judokappa og fleiri iðkendur. Innslagið má sjá hér að neðan: