Ekki tjaldað til einnar nætur í Pepsi-deildinni í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Nú þegar innan við mánuður er í fyrstu leiki í Pepsi-deildum karla og kvenna er ekki úr vegi að við birtum viðtal við þá Óla Stefán Flóventsson og Róbert Haraldsson, þjálfara meistaraflokka Grindavíkur í knattspyrnu. Viðtalið birtist áður í 1. tbl. Járngerðar sem kom út í byrjun mars. Eftir nokkurra ára hlé mun Grindavík eiga lið í efstu deildum karla …

Góður Dagur í Garðabæ

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hófu 4-liða úrslitin með látum í gær þegar þeir skelltu Stjörnumönnum í Ásgarði, 78-96. Okkar menn voru að hitta virkilega vel meðan að lykilmenn Stjörnunnar náðu sér ekki á strik. Bakvarðaparið Lewis Clinch Jr og Dagur Kár Jónsson var í miklum ham og skoruðu þeir 29 og 26 stig. Alls settu Grindvíkingar 14 þrista í leiknum í 34 tilraunum …

Grindavík í 8-liða úrslit Lengjubikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tryggði sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 2-2. Grindavík náði 0-2 forystu í leiknum með mörkum frá Magnúsi Björgvinssyni. Nokkra sterka leikmenn vantaði í lið Grindavíkur en Stjarnan stillti upp sínu sterkasta liði. Stjarnan sótti án afláts í seinni hálfleik og jöfnuðu að lokum leikinn úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Eftir …

4-liða úrslitin hefjast í Ásgarði í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hefja leik í 4-liða úrslitum Domino’s deildar karla í kvöld þegar þeir heimsækja Stjörnuna í Ásgarð. Leikurinn hefst kl. 19:15 en húsið opnar kl. 18:00 og hleypt verður inn í sal 18:20. Hægt er að tryggja sér miða á leikinn í forsölu á Miði.is. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna og styðja strákana okkar til sigurs. Áfram Grindavík!

Forsala á fyrsta leik Grindavíkur og Stjörnunnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það má reikna með að það verði fullt hús í Ásgarði annað kvöld þegar fyrsti leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum Domino’s deildar karla fer fram. Þeir sem vilja tryggja sér miða í tíma geta gert það á Miði.is hér. Leikurinn hefst klukkan 19:15 en húsið opnar klukkan 18:00 og hleypt verður inn í sal klukkan 18:20. Grindvíkingurinn og Stjörnuliðhlaupinn Bryndís …

Litið inn á judo æfingu – myndband

JudoÍþróttafréttir, Judó

Á dögunum fjölluðu Víkurfréttir ítarlega um gróskuna í judo í Grindavík. Nú er komið myndband frá heimsókninni, þar sem rætt er við Arnar Má Jónsson þjálfara, Tinnu Hrönn Einarsdóttur judokappa og fleiri iðkendur. Innslagið má sjá hér að neðan:

Stelpurnar völtuðu yfir Selfoss í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tók Selfyssinga í kennslustund í sóknarleik í Lengjubikarnum í gær en Grindavík skoraði 6 mörk í leiknum gegn engu. Lauren Brennan var á skotskónum og setti 5 af 6 mörkum Grindavíkur. Liðið virðist vera að ná að stilla saman strengi nú þegar styttist í Pepsi-deildina en fyrsti leikur liðsins er þann 27. apríl á útivelli gegn Fylki. Selfoss 0 …

Fyrsta golfmót ársins á laugardaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fyrsta mót ársins hjá Golfklúbbi Grindavíkur verður haldið laugardaginn 1. apríl. Í tilefni dagsins verður spilað með Texas Scramble fyrirkomulagi. Deilt verður í samanlagða forgjöf kylfinga með 5, þó geta lið EKKI fengið hærri forgjöf en sem nemur 1. lægra en forgjafarlægri kylfingurinn í viðkomandi liði. Verð í mótið er einungis 3000 kr. pr. mann. RÆST VERÐUR ÚT SAMTÍMIS AF …

Ingunn Embla gerir upp tímabilið í spjalli við Karfan.is

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Ingunn Embla Kristínardóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, er gestur 26. þáttar podcasts Karfan.is sem fór í loftið í morgun. Ingunn gerir upp hið ótrúlega hrakfallatímabil Grindavíkur þar sem liðið fór í gegnum 5 þjálfara, 2 erlenda leikmenn og heilan hafsjó af meiðslum. Ingunn talar einnig um næsta tímabil og hvað er framundan hjá henni en hún talar um í viðtalinu hvað …