Skeytasala sunddeildar UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Fermt verður í Grindavíkurkirkju dagana 9. apríl, 23. apríl og 30. apríl nk. Sú nýbreytni er að Sunddeild UMFG hefur tekið við skeytaþjónustunni þetta árið. Við verðum í aðstöðunni í Gjánni við íþróttahúsið, Austurvegi, frá kl. 11:00-14:00 alla fermingardagana.

Boðið verður uppá símaþjónustu. Þú hringir í síma 426-7775 og við tökum niður pöntunina. 
ATH! Greiðslukortaþjónusta, ekki rukkað í hús. Verð á skeyti er 1.500 kr. óháð orðafjölda.

Gleðjið fermingarbörnin með kveðju og styrkið gott málefni í leiðinni.

Þú hefur val um eftirfarandi texta:

1. Hjartanlegar hamingjuóskir á fermingardaginn
2. Innilegar hamingjuóskir til þín og foreldra þinna. Bjarta framtíð
3. Bestu fermingar- og framtíðaróskir
4. Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Guð blessi þig.