Stelpurnar töpuðu í Árbænum í jöfnum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Flestir leikmenn meistaraflokks kvenna hlutu eldskírn sína í efstu deild síðastliðinn fimmtudag þegar Grindavík sótti Fylki heim í Árbæinn, en Grindavík lék síðast í efstu deild kvenna sumarið 2011. Grindavík fékk á sig mark í fyrri hálfleik og gerði Róbert nokkrar breytingar á skipulaginu í hálfleik. Var allt annar bragur á leik liðsins í seinni hálfleik en þær náðu þó …

Til hamingju með silfrið, Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir magnaða endurkomu úr stöðunni 0-2 og eitt magnaðasta öskubuskuævintýri í úrslitakeppni karla hin seinni ár varð lokaniðurstaðan fremur snautlegt tap gegn KR síðastliðinn sunnudag. Grindavík er því næst besta lið Íslands þetta árið og mega strákarnir og Grindvíkingar allir sáttir við una. Liðið sýndi það og sannaði í þessari úrslitakeppni að Grindavíkurhjartað í þessum strákum er stórt og þeir …

Strákarnir lönduðu stigi í fyrsta leik tímabilsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Endurkoma Grindavíkur í efstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi var lituð af mikilli rigningu og roki, en það eru svo sem aðstæður sem okkar menn þekkja ágætlega. Stjarnan var mætt í heimsókn á Grindavíkurvöll en Fótbolti.net spáði liðinu í 4. sæti, en Grindvíkingum falli. Lokatölur leiksins urðu 2-2 en Stjarnan jafnaði leikinn með umdeildu marki skömmu fyrir leikslok. Eins …

Grindavík pakkaði KR saman – hreinn úrslitaleikur á sunnudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það var rafmögnuð stemming og fullt útúr dyrum í Mustad höllinni í gær þegar Grindavík lagði KR í annað skiptið í röð í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur urðu 79-66 í hreint ótrúlegum leik þar sem Grindavík sýndi á sér allar sínar bestu hliðar, þá ekki síst varnarlega, en það er ekki á hverjum degi sem KR skorar aðeins 66 …

Pennarnir á lofti í Gula húsinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Skrifað var undir samninga við þrjá leikmenn meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í gær. Þær Anna Þórunn og Linda Eshun framlengdu samninga sína og Berglind Ósk Kristjánsdóttir er nýr leikmaður liðsins, en hún kemur frá Völsungi á Húsavík og hefur æft með liðinu í vetur og leikið með því í vor. Við bjóðum Berglindi velkomna til Grindavíkur og óskum liðinu góðs …

Hitað upp fyrir Pepsi-deildina í Gjánni annað kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Meistaraflokkur kvenna býður til kynningar á Pepsi-deildarliði Grindavíkur í Gjánni annað kvöld, þriðjudaginn 25. apríl, kl. 20:00. Þjálfari liðsins, Róbert Haraldsson fyrir yfir sumarið, leikmannakynningar, sala ársmiða og fleira. Allir hjartanlegan velkomir – veitingar í boði Hérastubbs bakara. Hvetjum sem flesta til að mæta og kynna sér starf meistaraflokks kvenna.

Óli Baldur með fimm mörk í bikarsigri GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

GG vann góðan 7-1 sigur á liði Snæfells/UDN á laugardaginn þar sem Óli Baldur Bjarnason gerði sér lítið fyrir og skoraði 5 mörk. Eins og við greindum frá á dögunum lagði Óli Baldur úrvalsdeildarskóna á hilluna en er augljóslega ekki dauður úr öllum æðum og mun eflaust reynast GG drjúgur ef hann heldur skónum frá hillunni góðu.

Útkall GULUR í kvöld!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þá er komið að úrslitastundu hjá strákunum okkar, en hver einasti leikur sem eftir er í þessari úrslitakeppni er hreinn og klár úrslitaleikur enda KR 2-0 yfir í einvíginu. Liðin mætast í DHL höllinni í kvöld kl. 19:15 og þurfa strákarnir á þínum stuðningi að halda!  Mætum öll í gulu og styðjum strákana til sigurs! Mynd: Víkurfréttir

KR lagðir að velli í Vesturbænum!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík hélt draumnum um Íslandsmeistaratitilinn á lífi í kvöld með glæsilegum sigri á KR á útivelli, 86-91. Mörg lið hefðu sennilega lagt árar í bát eftir jafn grátlegt tap og Grindvíkingar upplifðu í síðasta leik, en þeir létu mótlætið ekki buga sig og mættu dýrvitlausir til leiks í kvöld.  Grindvíkingar fóru vel af stað í leiknum og voru til alls …