Skrifað var undir samninga við þrjá leikmenn meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í gær. Þær Anna Þórunn og Linda Eshun framlengdu samninga sína og Berglind Ósk Kristjánsdóttir er nýr leikmaður liðsins, en hún kemur frá Völsungi á Húsavík og hefur æft með liðinu í vetur og leikið með því í vor. Við bjóðum Berglindi velkomna til Grindavíkur og óskum liðinu góðs gengis en fyrstu leikur þeirra í Pepsi-deildinni er útileikur gegn Fylki annað kvöld.