Strákarnir lönduðu stigi í fyrsta leik tímabilsins

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Endurkoma Grindavíkur í efstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi var lituð af mikilli rigningu og roki, en það eru svo sem aðstæður sem okkar menn þekkja ágætlega. Stjarnan var mætt í heimsókn á Grindavíkurvöll en Fótbolti.net spáði liðinu í 4. sæti, en Grindvíkingum falli.

Lokatölur leiksins urðu 2-2 en Stjarnan jafnaði leikinn með umdeildu marki skömmu fyrir leikslok. Eins og leikurinn þróaðist eru sennilega bæði lið sátt með stigið og okkar menn byrja leiktímabilið af krafti.

Nánar má lesa um leikinn hér.

Viðtal við Óla Stefán eftir leik:

 

Myndasafn Fótbolti.net