Embla yfirgefur Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkur hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku í 1. deild kvenna en Embla Kristínardóttir hefur yfirgefið liðið. Karfan.is greindi frá ákvörðun Emblu í gær en ástæðan fyrir brotthvarfi hennar er ósætti Emblu og Angelu Rodriguez, spilandi þjálfara liðsins. Embla hafi því ákveðið að stíga til hliðar. Þá sagði hún einnig að hún hefði ekki tekið neina ákvörðun um hvar og hvenær …

Samstöðumót til styrktar Guðmundi Atla Helgasyni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íþróttafélögin á Suðurnesjum halda þessa dagana samstöðumót til styrktar Guðmundi Atla Helgasyni. Guðmundur greindist með bráðahvítblæði aðeins 7 ára gamall. Við tók sjö mánaða ferli með lyfjagjöfum og veikindum sem Gummi eins og hann er kallaður tæklaði með jákvæðnina að vopni. Þann 3. september, fimmtán mánuðum seinna og Gummi ný orðinn níu ára endurgreindist hann með bráðahvítblæðið og hefur þegar …

Stelpurnar aftur á sigurbraut

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur unnu góðan sigur á ÍR-ingum í gær hér í Mustad-höllinni, lokatölur 72-51 í leik sem var nokkuð örugglega í höndum Grindvíkinga allan tímann. Hittni Grindvíkinga fyrir utan þriggjastigalínuna var með besta móti í þessum leik, 10/25 og setti Angela Rodriguez 4 þrista í 8 tilraunum en hún var stigahæst heimastúlkna með 23 stig og bætti við 9 fráköstum.  Karfan.is …

Kertasala 5. og 6. flokks

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Dagana 30. nóvember – 3. desember verða strákarnir í 5. og 6. flokki karla á ferðinni hér í bænum og munu selja kerti frá Heimaey. Salan er liður í fjáröflun fyrir mót komandi sumars. Heimaey er vinnu- og hæfingarstöð og má því segja að hægt sé að slá tvær flugur í einu höggi með því að kaupa kerti af strákunum. …

Tap gegn Fjölni á sunnudaginn – ÍR í heimsókn í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur töpuðu gegn Fjölni í Grafarvoginum á sunnudaginn, en lokatölur urðu 101-85. Aðeins 8 leikmenn voru á skýrslu hjá Grindavík að þessu sinni en yngri leikmenn liðsins voru uppteknir í verkefnum með sínum flokkum. Nýjasti leikmaður liðsins, Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst Grindvíkinga með 25 stig og þjálfarinn Angela Rodriguez kom næst með 24 stig og bætti einnig við 8 …

Heimir þjálfar GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Heimir Daði Hilmarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnufélagið GG um að þjálfa liðið næsta tímabil. Heimir er öllum hnútum kunnugur innan GG enda verið bæði formaður stjórnar og leikmaður. Stjórn GG býður Heimir velkominn til starfa og vill einnig þakka þeim Ray Anthony Jónssyni og Scott Mckenna Ramsay kærlega fyrir sýn störf en þeir hafa þjálfað liðið síðustu tvö …

Jóhann Helgi og Orri Freyr í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík hefur fengið tvo leikmenn til liðs við sig frá Þórsurum á Akureyri, þá Jóhann Helgi Hannesson og Orra Frey Hjaltalín. Báðir leikmenn voru samningslausir og koma því á frjálsri sölu til Grindavíkur. Jóhann Helgi er 27 ára og hefur leikið allan sinn feril leikið með Þór en hann hefur skorað 61 mark í 207 deildar og bikarleikjum með félaginu …

Tvö slæm töp hjá strákunum um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það var heldur rýr uppskeran hjá Grindavík í Domino’s deild karla um helgina, en liðið tapaði í Njarðvík á föstudaginn og svo aftur á heimavelli í gær, þá gegn Stjörnunni. Afleitir leikkaflar í báðum leikjum urðu liðinu að falli að þessu sinni. Í þriðja leikhluta gegn Njarðvík skoraði liðið aðeins 14 stig gegn 30 stigum heimamanna. í leiknum í gær …

Grindavíkurkonur völtuðu yfir Ármann

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík vann góðan sigur á Ármann í 1. deild kvenna á laugardaginn, en leiknum lauk með rúmlega 30 stiga sigri Grindavíkur, lokatölur 73-42. Spilandi þjálfari Grindavíkur, Angela Rodriguez, lék ekki með Grindavík en það kom lítið að sök að þessu sinni. Nýjasti leikmaður Grindavíkur, Anna Ingunn Svansdóttir, var stigahæst Grindvíkinga með 24 stig og þá skilaði Embla enn einni þrennunni, …

Samningar við stærstu bakhjarla körfuknattleiksdeildarinnar endurnýjaðir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur endurnýjaði samninga sína við fjóra af aðalstyrktaraðilum deildarinnar, útgerðirnar Þorbjörn og Vísi, sem og Landsbankann og Nettó. Ef það væri ekki fyrir stuðning þessara öflugu fyrirtækja þá er ljóst að róður deildarinnar væri þungur. Er þessum fyrirtækjum þakkað kærlega fyrir stuðninginn! Samningurinn við Nettó var undirritaður í hálfleik í leik Grindavíkur og KR á dögunum. Brynja Pálsdóttir, verslunarstjóri …