Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG hefur hafið sölu á bómullarnáttfötum merktum Grindavík. Tilvalin gjöf í jólapakkann fyrir unga stuðningsmenn og iðkendur. Tracy tekur við pöntunum í síma 847-9767 og í tölvupósti á horne@simnet.is – Verð aðeins 3.500 kr.
Jón Axel stigahæstur – fékk hrós frá Steph Curry
Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera frábæra hluti í bandaríska háskólaboltanum en á dögunum var hann stigahæstur í sigri Davidson á VMI háskólanum. Jón var með 22 stig og bætti við 7 fráköstum, 2 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Þá setti hann 19 stig gegn stórliði UNC Tar Heels á dögunum en meðal áhorfenda í þeim leik var enginn …
Þriðja tapið í röð staðreynd hjá strákunum
Grindavík tapaði sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla í gærkvöldi þegar liðið sótti ÍR heim. Grindavík byrjaði leikinn betur og leiddi í hálfleik, 43-46. Dagur Kár var í miklum ham og hitti nánast að vild og þá var Sigurður Gunnar Þorsteinsson drjúgur en í seinni hálfleik snérist taflið við og heimamenn lönduðu sigri, 97-90. Nánar má lesa …
Jólasýning fimleikadeildar UMFG á sunnudaginn
Fimleikaiðkendur í Grindavík bjóða fjölskyldu, vinum og bæjarbúum öllum til fimleikasýningar í Íþróttamiðstöð Grindavíkur sunnudaginn 3. desember klukkan 13:00. Húsið opnar fyrir gesti kl 12:45 og aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir 16 ára og eldri. Að sýningu lokinni geta gestir keypt köku með kaffinu af kökubasar iðkenda en Jólasýningin er eina fjáröflun deildarinnar og ágóði sýningarinnar verður nýttur til áhaldakaupa.
Embla yfirgefur Grindavík
Grindavíkur hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku í 1. deild kvenna en Embla Kristínardóttir hefur yfirgefið liðið. Karfan.is greindi frá ákvörðun Emblu í gær en ástæðan fyrir brotthvarfi hennar er ósætti Emblu og Angelu Rodriguez, spilandi þjálfara liðsins. Embla hafi því ákveðið að stíga til hliðar. Þá sagði hún einnig að hún hefði ekki tekið neina ákvörðun um hvar og hvenær …
Samstöðumót til styrktar Guðmundi Atla Helgasyni
Íþróttafélögin á Suðurnesjum halda þessa dagana samstöðumót til styrktar Guðmundi Atla Helgasyni. Guðmundur greindist með bráðahvítblæði aðeins 7 ára gamall. Við tók sjö mánaða ferli með lyfjagjöfum og veikindum sem Gummi eins og hann er kallaður tæklaði með jákvæðnina að vopni. Þann 3. september, fimmtán mánuðum seinna og Gummi ný orðinn níu ára endurgreindist hann með bráðahvítblæðið og hefur þegar …
Stelpurnar aftur á sigurbraut
Grindavíkurkonur unnu góðan sigur á ÍR-ingum í gær hér í Mustad-höllinni, lokatölur 72-51 í leik sem var nokkuð örugglega í höndum Grindvíkinga allan tímann. Hittni Grindvíkinga fyrir utan þriggjastigalínuna var með besta móti í þessum leik, 10/25 og setti Angela Rodriguez 4 þrista í 8 tilraunum en hún var stigahæst heimastúlkna með 23 stig og bætti við 9 fráköstum. Karfan.is …
Kertasala 5. og 6. flokks
Dagana 30. nóvember – 3. desember verða strákarnir í 5. og 6. flokki karla á ferðinni hér í bænum og munu selja kerti frá Heimaey. Salan er liður í fjáröflun fyrir mót komandi sumars. Heimaey er vinnu- og hæfingarstöð og má því segja að hægt sé að slá tvær flugur í einu höggi með því að kaupa kerti af strákunum. …
Tap gegn Fjölni á sunnudaginn – ÍR í heimsókn í kvöld
Grindavíkurkonur töpuðu gegn Fjölni í Grafarvoginum á sunnudaginn, en lokatölur urðu 101-85. Aðeins 8 leikmenn voru á skýrslu hjá Grindavík að þessu sinni en yngri leikmenn liðsins voru uppteknir í verkefnum með sínum flokkum. Nýjasti leikmaður liðsins, Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst Grindvíkinga með 25 stig og þjálfarinn Angela Rodriguez kom næst með 24 stig og bætti einnig við 8 …
Heimir þjálfar GG
Heimir Daði Hilmarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnufélagið GG um að þjálfa liðið næsta tímabil. Heimir er öllum hnútum kunnugur innan GG enda verið bæði formaður stjórnar og leikmaður. Stjórn GG býður Heimir velkominn til starfa og vill einnig þakka þeim Ray Anthony Jónssyni og Scott Mckenna Ramsay kærlega fyrir sýn störf en þeir hafa þjálfað liðið síðustu tvö …