Jón Axel stigahæstur – fékk hrós frá Steph Curry

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera frábæra hluti í bandaríska háskólaboltanum en á dögunum var hann stigahæstur í sigri Davidson á VMI háskólanum. Jón var með 22 stig og bætti við 7 fráköstum, 2 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Þá setti hann 19 stig gegn stórliði UNC Tar Heels á dögunum en meðal áhorfenda í þeim leik var enginn annar en NBA goðsögnin Michael Jordan.

Á leiknum gegnum VMI var svo einn besti núverandi leikmaður NBA deildarinnar, og fyrrum leikmaður Davidson, Steph Curry mættur til að fylgjast með Jóni og félögum spila. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Jón og Curry hittast en Curry mætir reglulega á leiki með sínum gamla skóla. 

Eftir leikinn áttu þeir félagar gott spjall þar sem Curry hrósaði Jóni fyrir frammistöðu hans og sagði við hann ef að hann héldi áfram á þessari braut yrði ekki langt að bíða þangað til að þeir myndu mætast á vellinum. Ekki amalegt ummæli það!