Embla yfirgefur Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkur hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku í 1. deild kvenna en Embla Kristínardóttir hefur yfirgefið liðið. Karfan.is greindi frá ákvörðun Emblu í gær en ástæðan fyrir brotthvarfi hennar er ósætti Emblu og Angelu Rodriguez, spilandi þjálfara liðsins. Embla hafi því ákveðið að stíga til hliðar. Þá sagði hún einnig að hún hefði ekki tekið neina ákvörðun um hvar og hvenær hún myndi spila næst.

Það er ljóst að Grindvík missir þarna einn sinn allra sterkasta leikmann en Embla leiðir eða er við toppinn í öllum tölfræðiþáttum deildarinnar það sem af er vetri. Hefur hún skorað rúm 21 stig í leik, tekið tæp 13 fráköst og gefið 5 stoðsendingar. Þá leiðir hún deildina í framlagi, með 27,2 í leik.