Dósasöfnun meistaraflokks kvenna með breyttu sniði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Hin árlega dósasöfnun meistaraflokks kvenna í körfubolta, sem alla jafna hefur farið fram strax á nýju ári, frestast að þessu sinni vegna veðurs. Þar sem margir munu eflaust vilja losa sig við dósir og flöskur sem söfnuðust upp núna um hátíðirnar vill liðið koma þeirri ábendingu á framfæri að hægt er að láta ágóðann renna beint til þeirra í flöskumóttökunni …

Óskilamunir í íþróttamiðstöðinni á leið í Rauða krossinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Óskilamunir í íþróttamiðstöðinni hafa nú legið frammi síðan fyrir jól, og enn er töluvert af ósóttum fatnaði sem enginn hefur vitjað. Óskilamunirnir munu liggja frammi í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar fram að helgi, en það sem verður ósótt þá verður gefið í Rauða krossinn.

Dröfn og Ólafur íþróttafólk ársins 2017

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Dröfn Einarsdóttir og Ólafur Ólafsson voru í dag kjörin íþróttafólk ársins 2017 í Grindavík, við hátíðlega athöfn í Gjánni. Dröfn er einn af lykilleikmönnum meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, en hún lék 21 leik í deild og bikar í sumar og hefur verið fastamaður í U17 og U19 landsliðum Íslands. Ólafur var einn af burðarásum Grindavíkurliðsins sem fór alla leið í …

Firmamót Eimskips og GG á morgun, skráningu lýkur í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið föstudaginn 29. desember í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG. Leikið er með battaboltafyrirkomulagi. Verðlaunað er fyrir 1., 2. og 3. sæti og einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og skemmtilegasta áhorfandann. Skráningu lýkur í dag og dregið verður í riðla í kvöld. Þátttökugjald er 35.000 kr. á lið.  …

Kjör á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur 2017

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kjörið á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur fyrir árið 2017 fer fram í Gjánni á gamlársdag kl. 13:00. Einnig verða veittar viðurkenningar til einstaklinga fyrir Íslandsmeistaratitla, fyrsta landsleik auk sérstakra hvatningarverðlauna sem veitt eru ungum og efnilegum íþróttamönnum Grindavíkur. Jafnframt verða ýmis önnur verðlaun afhent. Allir velkomnir. Með kærri kveðju, Sigurður Enoksson, formaður UMFG Þórunn Alda Gylfadóttir, formaður frístunda- og menningarnefndar …

Gleðileg jólakveðja frá UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ungmennafélag Grindavíkur sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældir á nýju ári. Við þökkum kærlega öllum velunnurum félagsins, þjálfurum, iðkendum og síðast en ekki síst öllum frábæru sjálfboðaliðum/foreldrum fyrir frábært starf innan deildanna á liðnu ári. Þökkum stuðninginn á liðnum árum.

Alexander og Matthías áfram í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur og leikmennirnir Alexander Veigar Þórarinsson og Matthías Örn Friðriksson hafa gert nýja leikmannasamninga við félagið. Alexander Veigar til þriggja ára eða út árið 2020 og Matthías Örn til tveggja ára eða út árið 2019.   Alexander er uppalinn hjá Grindavík og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2005, þá aðeins 17 ára gamall. Hann hefur leikið með nokkrum liðum …

J’Nathan Bullock snýr aftur til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hafa fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann sem mun leysa Rashad Whack af hólmi. Hinn nýji leikmaður er Grindvíkingum sem og íslenskum körfuknattleiksunnendum að góðu kunnur, en það er enginn annar en J’Nathan Bullock. Bullock lék með Grindvíkingum tímabilið 2011-2012 og var lykilmaður í liði Grindavíkur sem landaði bæði deildarmeistaratitli og Íslandsmeistaratitli. Bullock skoraði 21,4 stig og tók …

Opnunartími í Hópinu yfir jól og áramót

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Opnunartími í Hópinu yfir jól og áramót 2017 verður eftirfarandi: 21. des. fimmtudagur, opið 06:00-14:00.22. des. föstudagur, opið 06:00-14:00 Síðasti dagur morgunopnunar á árinu.23. des. Þorláksmessa. LOKAÐ.24. des. Aðfangadagur. LOKAÐ.25. des. Jóladagur. LOKAÐ.26. des. Annar í jólum. LOKAÐ.27-29. des. LOKAÐ vegna sumarleyfa.31. des. Gamlársdagur. LOKAÐ.1 .jan. 2017 Nýársdagur. LOKAÐ.2. jan. þriðjudagur opnar á ný fyrir göngugarpa 06:00-.3. jan. miðvikudagur. Opið …

Kjör íþróttafólks ársins í Gjánni á gamlársdag – tilnefningar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kjöri á íþróttmanni og íþróttakonu ársins í Grindvík verður að venju lýst á gamlársdag. Hófið fer fram í Gjánni, félagsaðstöðu UMFG í íþróttamiðstöðinni, kl. 13:00. Athöfnin er öllum opin og Grindvíkingar hvattir til þess að fagna glæsilegu íþróttaári með íþróttafólkinu okkar. Tilnefningarnar í ár eru eftirfarandi: Tilnefndir sem íþróttamenn ársins, í stafrófsröð: Aron Snær Arnarsson – tilnefndur af júdódeild UMFGAndri …