Framhaldsaðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn í Gulahúsinu sunnudaginn 22. apríl kl 18:00. Dagskrá fundarins: 1. Kosning formanns. 2. Kosnir 6. menn í stjórn. 3. Kosnir 6. menn í varastjórn. 4. Kosning 2. endurskoðaenda. 5. Önnur mál. 6. Fundarslit. Stjórn Knattspyrnudeildar UMFG
Ingvi Þór á skólastyrk í St. Louis háskólann
Körfuknattleiksmaðurinn Ingvi Þór Guðmundsson mun feta í fótspor Jóns Axels bróður síns í haust og leika körfubolta í bandaríska háskólaboltanum. Ingvi skrifaði undir samning í dag við St. Louis háskóla og fer þangað á skólastyrk. St. Louis leikur í A10 deildinni, sem er einmitt sama deild og Jón Axel og félagar í Davidson spila í, svo það er ekki ólíklegt …
Jóhann Árni og Jóhann Þór Ólafssynir þjálfa meistaraflokka Grindavíkur í körfunni
Grindvíkingar hafa gengið frá þjálfaramálum fyrir komandi keppnistímabil í meistaraflokkum karla og kvenna, en það verða nafnarnir Jóhann Árni og Jóhann Þór, sem þjálfa liðin. Jóhann Þór Ólafsson mun halda áfram með strákana, en þetta verður fjórða tímabil hans með liðið. Kvennamegin er það Jóhann Árni Ólafsson sem mun taka við stjórnartaumunum af Ólöfu Helgu Pálsdóttur, sem tók við liðinu …
Úrslitaleikur Lengjubikarsins í kvöld kl. 19:30
Grindvíkingar leika til úrslita í Lengjubikarnum í kvöld kl. 19:30, en leikurinn fer fram á Eimskipavellinum í Laugardal. Andstæðingar Grindvíkinga verða Íslandsmeistarar Vals. Þetta er annað árið í röð sem Grindvíkingar leika til úrslita í mótinu, en þeir tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum þegar liðið bar sigurorð af KA á dögunum. Grindvíkingar hafa leikið afar vel á undirbúningstímabilinu en á dögunum …
Kvarnast úr leikmannahópi Grindavíkur í körfunni
Það er ljóst að Grindvíkingar munu mæta til leiks með nokkuð breyttan leikmannahóp í Domino's deild karla á næsta tímabili, en að minnsta kosti þrír leikmenn liðsins verða að öllum líkindum ekki með liðinu á næsta ári. Fyrirliði liðsins, Þorsteinn Finnbogason, gaf það út á Twitter á dögunum að hann væri að leita sér að nýju liði og þá á …
Orri Freyr til GG
Orri Freyr Hjaltalín, sem gekk til liðs við Grindavík á ný í haust eftir að hafa leikið norðan heiða síðan 2012, hefur gengið frá félagaskiptum frá Grindavík yfir í GG. Fótbolti.net greindi frá: Reynsluboltinn Orri Freyr Hjaltalín hefur gengið til liðs við GG í 4. deildinni. Orri spilaði sinn síðasta leik með uppeldisfélaginu Þór síðastliðið haust. Orri flutti þá til …
Grindvíkingar í úrslit Lengjubikarsins annað árið í röð
Grindvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins annað árið í röð þegar liðið bar sigurorð af KA síðastliðinn fimmtudag. Lokatölur urðu 0-1 fyrir Grindavík en það var fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson sem skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu. Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn má lesa hér. Úrslitaleikurinn fer fram mánudaginn 9. apríl kl. 19:15 en leikið verður á Eimskipavellinum í Laugardal. …
Þrívíddarinnlit í nýtt íþróttahús
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íþróttahús hér í Grindavík. Þó enn sé nokkuð í verklok, en þau eru áætluð í byrjun árs 2019, er nú hægt að skyggnast inn í framtíðina hér með þessum tölvuteiknuðu þrívíddarmyndum af íþróttamannvirkjunum eins og þau eiga að líta út að framkvæmdum loknum. Hér að neðan má einnig sjá þrívíddarvídjó þar sem hægt er að …
Sex leikmenn Grindavíkur í U16 og U18 stúlknalandsliðum Íslands
Þjálfarar U16 og U18 liða drengja og stúlkna hafa valið sín 12 manna landslið fyrir verkefni sumarsins. Þjálfararnir boðuðu til sín æfingahópa um jól og áramót og hafa fylgst með leikmönnum í leikjum og á fjölliðamótum í vetur og hafa nú valið sín endanleg lið fyrir verkefnin framundan. Liðin fjögur í U16 og U18 drengja og stúlkna fara öll á NM …
Grindvíkingar farnir í sumarfrí í körfuboltanum
Sumarfríið kom snemma hjá meistaraflokkum karla og kvenna í körfubolta þetta árið, en Grindavík er úr leik bæði í úrslitakeppni Domino's deildar karla og 1. deildar kvenna. Strákarnir sóttu Tindastól heim á föstudaginn og þrátt fyrir að leika á köflum alveg ágætlega og leiða stóran hluta leiksins sigu Stólarnir fram úr að lokum og lönduðu sigri, 84-81. Umfjöllun um leikinn …