Það var að litlu að keppa á Grindavíkurvelli á laugardaginn þegar botnlið deildarinnar, Grindavík og FH, mættust í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið voru þegar fallin úr deildinni og má því segja að þarna hafi verið spilað upp á heiðurinn. Grindavíkurkonur svöruðu því kalli ágætlega og fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi, 2-0. Það voru þær Helga Guðrún Kristinsdóttir og …
Grindavík tapaði á Akureyri í 7 marka leik
Þrenna frá Sam Hewson dugði Grindvíkingum skammt á Akureyrarvelli á sunnudaginn þar sem liðið fékk á sig 4 mörk á fyrstu 33 mínútum leiksins. Staðan í hálfleik var 4-2 heimamönnum í vil. Grindvíkingar komu ágætlega til baka í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í eitt mark á 74. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Í uppbótartíma átti Rodrigo svo fast skot …
Atvinna – Vallarstjóri (starfmaður við íþróttamiðstöð)
Grindavíkurbær auglýsir eftir starfsmanni til að starfa við íþróttamiðstöðina (vallarstjóra). Helstu verkefni vallarstjóra eru að sjá um umhirðu á íþróttavöllunum og hafa umsjón með Hópinu. Leitað er að einstaklingi sem hefur; – Góða skipulagshæfileika, getur unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði, – Vinnuvélaréttindi. – Er laghentur og getur sinnt minni háttar lagfæringum. – Getur unnið sveigjanlega vinnutíma. – Góða hæfni í …
Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september – forsala hafin
Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG verður haldið laugardaginn 29. september í íþróttahúsinu. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald kl. 20:30. Helgi Björns og reiðmenn vindanna/SSsól leika fyrir dansi að borðhaldi loknu. Miðasala er hafin í Gula húsinu hjá Eiríki (s. 863-2040), hjá Ragnheiði (s. 865-5218) og hjá Petru Rós (s. 869-5570)
Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september
Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG verður haldið laugardaginn 29. september í íþróttahúsinu. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald kl. 20:30. Helgi Björns og reiðmenn vindanna/SSsól leika fyrir dansi að borðhaldi loknu. Miðasala er hafin í Gula húsinu hjá Eiríki (s. 863-2040), hjá Ragnheiði (s. 865-5218) og hjá Petru Rós (s. 869-5570)
Grindavík fallið úr Pepsi-deild kvenna
Það var sannkallaður lífróður hjá Grindavík í Pepsi-deild kvenna í gær þegar liðið sótti KR heim. Grindavík varð að taka öll þrjú stigin til að halda voninni um sæti í efstu deild að ári á lífi. Það fór þó ekki betur en svo að KR vann leikinn, 2-1, og er Grindavík því fallið úr deildinni þegar ein umferð er eftir. …
Tveir sigrar í næstu tveimur leikjum það eina sem getur bjargað stelpunum
Það blæs ekki byrlega fyrir Grindavíkurkonur í Pepsi-deildinni þessa dagana en liðið tapaði dýrmætum stigum í fallbaráttunni á laugardaginn. Grindavík tók þá á móti ÍBV við erfiðar knattspyrnuaðstæður, en mikil rigning og hávaðarok settu svip sinn á leikinn. Lokatölur leiksins urðu 1-2 þar sem Rio Hardy skoraði mark Grindavíkur úr vítaspyrnu. Blaðamaður Fótbolta.net skrifaði tapið á klaufaleg mistök og einbeitingarleysi, …
Ingibjörg með Grindavík á ný í vetur
Ingibjörg Jakobsdóttir hefur ákveðið að draga körfuboltaskóna af hillunni og leika með Grindavík í 1. deild kvenna í vetur. Ingibjörg er reynslubolti í faginu, en hún hefur leikið bæði með Grindavík og Keflavík og þá lék hún einnig í Danmörku og á fjölmarga landsleiki að baki, bæði með A-landsliðinu sem og yngri landsliðum. Karfan.is greindi frá: Ingibjörg Jakobsdóttir með Grindavík …
Óli Stefán lætur af störfum í lok tímabilsins
Óli Stefán Flóventsson, sem þjálfað hefur meistaraflokk karla í knattspyrnu síðastliðin þrjú ár, mun láta af störfum í lok tímabilsins. Þetta tilkynnti stjórn deildarinnar í gær en nokkur umræða hefur skapast á síðustu dögum um framtíð Óla í starfi. Óli hefur unnið mikið og gott uppbyggingarstarf með skýra framtíðarsýn fyrir Grindavíkurliðið frá því að hann tók við liðinu í 1. …
Karfan.is leitar að blaðamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
Blundar ljósmyndari eða fréttaritari í þér? Karfan.is leitar að góðu fólki til þess að liðsinna við að dekka íslenskan körfubolta enda af nógu að taka. Hvort sem um er að ræða umfjöllun, viðtöl, myndir eða eitthvað allt annað þá vantar alltaf áhugasama einstaklinga. Fyrir komandi vetur er vöntun í allar stöður í Grindavík þar sem fréttaritarar síðustu ára eru flestir …