Grindavíkurkonur kvöddu efstu deild með sigri

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Það var að litlu að keppa á Grindavíkurvelli á laugardaginn þegar botnlið deildarinnar, Grindavík og FH, mættust í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið voru þegar fallin úr deildinni og má því segja að þarna hafi verið spilað upp á heiðurinn. Grindavíkurkonur svöruðu því kalli ágætlega og fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi, 2-0. Það voru þær Helga Guðrún Kristinsdóttir og Rio Hardy sem skoruðu mörk Grindavíkur.

Þetta var 10. mark Rio í deildinni í sumar en hún endaði 5. markahæst allra leikmanna. Grindavík lauk keppni þetta sumarið með 13 stig, 4 stigum á eftir KR og 7 stigum á undan FH. Nú tekur við Inkasso deildin og uppbygging. Nægur er efniviðurinn sem þarf bara að vinna vel úr.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Viðtal við Ray eftir leik: