Inkassolið Grindavíkur í knattspyrnu var að skrifa undir tveggja ára samning við miðjumanninn Sindra Björnsson sem var samningslaus en hann var síðast hjá með samning við Val. Sindri verður 25 ára í ár og er uppalinn Leiknismaður úr Reykjavík. Hann hefur spilað 21 landsleik með unglingalandsliðum Íslands og spilað 125 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 18 mörk. Við …
Til stuðningsfólks Grindavíkur í körfuknattleik
Það styttist í bikarviku Geysisbikars KKÍ í Laugardalshöllinni en Grindavík mætir Fjölni miðvikudaginn 12. febrúar kl. 17:30. MJÖG MIKILVÆGT er að stuðningsfólk kaupi miðann sinn af þessum tengli. Ef farið er í gegnum síðu Tix.is og leikurinn valinn þar þá rennur andvirði miðans til KKÍ en ekki beint til Körfuknattleiksdeildar UMFG. MJÖG MIKILVÆGT er því að fara hér inn og kaupa miða Körfuknattleiksdeild …
Nýtt íþróttahús vígt og UMFG 85 ára í dag
Ungmennafélag Grindavíkur fagnar í dag 85 ára afmæli en það var stofnað árið 1935. Í tilefni afmælisins var nýtt íþróttahús formlega vígt í gær og bauðst íbúum að koma og fá sér hressingu og skoða húsið. Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs stýrði dagskrá vígslunnar en Fannar Jónasson bæjarstjóri flutti ávarp auk hans flutti Bjarni Már Svavarsson, formaður UMFG ávarp í tilefni dagsins. …
Grindavík tekur á móti Fjölni í kvöld kl. 18:30
Grindavík tekur á móti liði Fjölnis í Dominosdeild karla í kvöld klukkan 18:30. Leikruinn fer fram í Mustad-höllinni en fyrir leik verður hægt að kaupa hamborgara að hætti Fish House frá 17:30.
Sylvía Sól valin í U-21 árs landsliðshóp LH 2020
Landssamband hestamannafélaga kynnti landsliðshópa LH fyrir árið 2020 í síðustu viku. Landsliðsþjálfarar LH, Sigurbjörn Bárðarson þjálfari A-landsliðs og Hekla Katharína Kristinsdóttir þjálfari U-21 árs landsliðs tilkynntu knapana sem valdir hafa verið í hópana. Við val á knöpum í landsliðshópana er tekið tillit til árangurs í keppni, reiðmennsku, hestakosts og íþróttamannslegrar framkomu. Grindvíkingurinn Sylvía Sól Magnúsdóttir hefur verið valinn í U-21 …
Páll Árni sigraði pílukastið á Reykjavíkurleikunum
Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur sigraði í úrslitaleik Reykjavíkurleikanna um liðna helgi gegn Friðrik Diego úr Pílukastfélagi Reykjavíkur 7-4. Keppni í pílukasti á Reykjavíkurleikunum var haldin í félagsaðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur, að Tangarhöfða 2, um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem pílukast er keppnisgrein á leikunum. Að sögn skipuleggjenda hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur gekk mótið mjög vel fyrir sig og er líklega eitt glæsilegasta …
Grindavík tekur á móti Snæfelli í kvöld kl. 19:15. Frítt verður á leikinn
Grindavík tekur á móti liði Snæfells í Mustad-höllinni í kvöld miðvikudaginn 29. janúar kl. 19:15 í kvennakörfunni. Um mikilvægan leik er að ræða og hefur körfuknattleiksdeildin því ákveðið að hafa frítt á leikinn. Allir Grindvíkingar og Hólmarar eru hvattir til að skella sér í Mustad-höllina í kvöld.
Vígsla nýrra íþróttasala í Grindavík
Sunnudaginn 2. febrúar kl. 14 verður formlega tekin í notkun viðbygging við íþróttamiðstöðina í Grindavík. Fulltrúar Grindavíkurbæjar og Ungmennafélags Grindavíkur munu flytja stutt ávörp, ungir iðkendur æfa og leika sér í nýju sölunum frá kl. 13:30 auk þess sem boðið verður upp á kaffiveitingar í Gjánni. Við sama tækifæri verður haldið upp á 85 ára afmæli UMFG og skrifað undir …
Actavismót Hauka
Actavis-mót Hauka í körfubolta fór fram á Ásvöllum um síðastliðna helgi. Meðal keppenda þar var hópur barna með sérþarfir sem körfuboltamaðurinn Kristinn Jónasson hefur þjálfað í Ólafssal síðan haustið 2018. Af tíu leikmönnum í liðinu voru tveir út Grindavík, þeir Hilmir og Kristján Patrekur. Kristinn, þjálfari liðsins, sagði í samtali við vefsíðuna Hafnfirðingur að smám saman hafi æfingarnar þróast með …
Grindavík í undanúrslit í bikarnum – tryggðu þér miða!
Karlaliðið okkar tryggði sér farseðilinn í Laugardalshöllina í bikarviku Geysis 12.-16. febrúar næstkomandi og dróst á móti Fjölni í undanúrslitum. Leikurinn fer fram kl. 17:30 miðvikudaginn 12. febrúar. Miðar verða bæði seldir í forsölu hér í Grindavík en líka á netinu á tix.is og er MJÖG MIKILVÆGT að þið verslið ykkar miða í gegnum þennan link því hann er eyrnamerktur …