Guðmundur og Stefanía nýir yfirþjálfarar yngri flokka körfuknattleiksdeildar

KörfuboltiKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur ráðið nýja yfirþjálfara fyrir næsta tímabil. Hjónin Guðmundur Bragason og Stefanía Jónsdóttir munu sameiginlega taka að sér hlutverk yfirþjálfara yngri flokka hjá deildinni í vetur. Ekki þarf að kynna körfuboltaáhugafólk í Grindavík fyrir Guðmundi og Stefaníu sem hafa um árabil verið hluti af körfuboltafjölskyldunni í Grindavík, bæði sem leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk. Þau hafa gríðarlega þekkingu á …

Eistneskur miðherji til liðs við Grindavík

KörfuboltiKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við eistneska leikmanninn Joonas Jarvelainen fyrir komandi keppnistímabil í Domino‘s-deild karla. Joonas er 202 sentimetrar á hæð sem getur leyst stöðu miðherja og sem stór framherji. Joonas er þrítugur að aldri og á að baki nokkuð farsælan feril í heimalandi sínu en einnig leikið í Bretlandi. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, er ánægður með að hafa …

Æfingar heimilar í knattspyrnu fullorðinna – Virða þarf 2 metra nándarmörk

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

KSÍ fundaði í dag, þriðjudag, með fulltrúum Almannavarna um málefni knattspyrnuhreyfingarinnar og þeirrar stöðu sem nú er uppi í samfélaginu vegna Covid-19.  Meðal umræðuefnis voru æfingar og keppnisleikir fullorðinna jafnt sem yngri iðkenda. Stjórn KSÍ kom saman í kjölfarið og samþykkti að fresta leikjum í meistara- og 2. og 3. flokki karla og kvenna frá 5. ágúst til og með …

Leikjanámskeið UMFG – Fjögur námskeið í ágúst

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Síðustu leikjanámsskeið sumarsins fara fram núna í ágúst. Boðið verður upp á námskeið fyrir og eftir hádegi í næstu viku, 4. – 7. ágúst og sömuleiðis 10. – 13. ágúst. Námskeiðin eru fyrir krakka fædd árin 2011, 2012 og 2013. Skráning að þessu sinni fer fram í gegnum Sportabler og eru allar nánari upplýsingar að finna þar. Þeir sem eru …

Hertari aðgerðir vegna COVID-19

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Ríkisstjórn Íslands hefur boðað hertari aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19. Aðgerðir taka gildi 31. júlí. Fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag að 39 smit séu nú staðfest og séu það 10 smit sem hafi bæst við á milli daga. Nú eru 215 manns í sóttkví og munu fleiri bætast við. Af þeim …

Viltu aðstoða við GrindavíkTV?

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Ungmennafélag Grindavíkur fór af stað með spennandi verkefni í sumar. GrindavíkTV, þar sem sýnt er frá leikjum meistaraflokka félagsins í beinni útsendingu. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað en nú vantar okkur fleiri hendur til að geta tekið verkefnið enn lengra. Við óskum eftir aðilum sem vilja taka þátt í GrindavíkTV í leikjum félagsins og hjálpa þannig félaginu við …

Vinna hafin við jafnréttisstefnu UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Ungmennafélag Grindavíkur hefur hafið vinnu við jafnréttisstefnu fyrir félagið í heild sinni ásamt aðgerðaráætlun. Ákvæði er í samningi UMFG og Grindavíkurbæjar, sem undirritaður var um síðustu áramót, um að félagið innleiði jafnréttisstefnu. UMFG hefur sett sér það markmið að samþykkja nýja jafnréttisstefnu fyrir félagið í heild sinni í haust sem síðan verður staðfest á aðalfundi félagsins í mars á næsta …

Grindavík – Afturelding | Allar upplýsingar fyrir stuðningsmenn

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætir Aftureldingu á Grindavíkurvelli á í kvöld kl. 19:15. Um er að ræða mikilvægan leik fyrir Grindavík til að koma sér nær toppbaráttunni í Lengjudeildinni. 💛 Gjáin opnar kl. 18.00 fyrir stuðningsmenn beggja liða þar sem hægt er að kaupa sér veitingar fyrir leik. Mætum snemma og tökum kvöldmatin á Grindavíkurvelli! 🍔 Hvetjum stuðningsmenn til að mæta fyrir leik og fá …

Grindavík – Afturelding | Bein útsending

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Leikur Grindavíkur og Aftureldingar í Lengjudeild karla verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV. Leikurinn verður í beinni útsendingu og kostar aðeins 5 dollara að fylgjast með leiknum eða tæpar 700 krónur. Er rukkað gjald til að mæta kostnaði við tækjakaup á útsendingabúnaði. Bein netúsending hefst 10 mínútum fyrir leik. Hægt er að kaupa sér aðgang að útsendingunni hér að neðan.

Grindavík – Fram | Bein útsending

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Leikur Grindavíkur og Fram í Lengjudeild karla verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV. Leikurinn verður í beinni útsendingu og kostar aðeins 5 dollara að fylgjast með leiknum eða tæpar 700 krónur. Er rukkað gjald til að mæta kostnaði við tækjakaup á útsendingabúnaði. Bein netúsending hefst 10 mínútum fyrir leik. Hægt er að kaupa sér aðgang að útsendingunni hér að neðan.