Ríkisstjórn Íslands hefur boðað hertari aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19. Aðgerðir taka gildi 31. júlí. Fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag að 39 smit séu nú staðfest og séu það 10 smit sem hafi bæst við á milli daga. Nú eru 215 manns í sóttkví og munu fleiri bætast við. Af þeim …
Viltu aðstoða við GrindavíkTV?
Ungmennafélag Grindavíkur fór af stað með spennandi verkefni í sumar. GrindavíkTV, þar sem sýnt er frá leikjum meistaraflokka félagsins í beinni útsendingu. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað en nú vantar okkur fleiri hendur til að geta tekið verkefnið enn lengra. Við óskum eftir aðilum sem vilja taka þátt í GrindavíkTV í leikjum félagsins og hjálpa þannig félaginu við …
Vinna hafin við jafnréttisstefnu UMFG
Ungmennafélag Grindavíkur hefur hafið vinnu við jafnréttisstefnu fyrir félagið í heild sinni ásamt aðgerðaráætlun. Ákvæði er í samningi UMFG og Grindavíkurbæjar, sem undirritaður var um síðustu áramót, um að félagið innleiði jafnréttisstefnu. UMFG hefur sett sér það markmið að samþykkja nýja jafnréttisstefnu fyrir félagið í heild sinni í haust sem síðan verður staðfest á aðalfundi félagsins í mars á næsta …
Grindavík – Afturelding | Allar upplýsingar fyrir stuðningsmenn
Grindavík mætir Aftureldingu á Grindavíkurvelli á í kvöld kl. 19:15. Um er að ræða mikilvægan leik fyrir Grindavík til að koma sér nær toppbaráttunni í Lengjudeildinni. 💛 Gjáin opnar kl. 18.00 fyrir stuðningsmenn beggja liða þar sem hægt er að kaupa sér veitingar fyrir leik. Mætum snemma og tökum kvöldmatin á Grindavíkurvelli! 🍔 Hvetjum stuðningsmenn til að mæta fyrir leik og fá …
Grindavík – Afturelding | Bein útsending
Leikur Grindavíkur og Aftureldingar í Lengjudeild karla verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV. Leikurinn verður í beinni útsendingu og kostar aðeins 5 dollara að fylgjast með leiknum eða tæpar 700 krónur. Er rukkað gjald til að mæta kostnaði við tækjakaup á útsendingabúnaði. Bein netúsending hefst 10 mínútum fyrir leik. Hægt er að kaupa sér aðgang að útsendingunni hér að neðan.
Grindavík – Fram | Bein útsending
Leikur Grindavíkur og Fram í Lengjudeild karla verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV. Leikurinn verður í beinni útsendingu og kostar aðeins 5 dollara að fylgjast með leiknum eða tæpar 700 krónur. Er rukkað gjald til að mæta kostnaði við tækjakaup á útsendingabúnaði. Bein netúsending hefst 10 mínútum fyrir leik. Hægt er að kaupa sér aðgang að útsendingunni hér að neðan.
Yfirlýsing frá stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur orðið var við töluverðar athugasemdir við ýmsar framkvæmdir, já eða framkvæmdaleysi undanfarna daga á netmiðlinum Facebook á störfum okkar. Þar erum við gangrýnd fyrir ýmsa hluti, m.a. að geta ekki tekið gagnrýni, fundarsköp, tímasetningu á fundi, boðun fundar, hverjir sátu fundinn og spurð af hverju við boðum hana eina af öllum þeim þjálfurum sem starfa hjá félaginu. …
Leikdagur | Grindavík vs. Keflavík | Allar upplýsingar
Grindavík mætir Keflavík í Lengjudeild karla á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 19:15. Búast má við hörkuleik en bæði lið hafa farið ágætlega af stað í deildinni og eru með sex stig að loknum þremur umferðum. 🏟️ Grindavíkurvelli verður skipt í tvö hólf í dag til rúmar völlurinn 1000 áhorfendur. Inngangur Keflavíkur verður norðanmegin eða nær Þorbirni. Hægt er að nýta …
Grindavík – Keflavík | Bein útsending
Leikur Grindavíkur og Keflavíkur í Lengjudeildinni verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV. Útsending hefst kl. 19.00 og verður boðið upp á viðtöl fyrir leik, í hálfleik og eftir leik auk þess að leikurinn sjálfur verður í þráðbeinni. Leiknum verður lýst af Bjarna Hallfreðssyni en Orri Freyr Hjaltalín mun aðstoða hann við lýsingu leiksins. Hægt er að kaupa aðgang að leiknum …
Samið við sjö leikmenn meistaraflokks kvenna
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við sjö leikmenn um að leika áfram með liðinu. Eru þetta frábær tíðindi fyrir kvennaboltann í Grindavík! Ása Björg Einarsdóttir er á 17. ári og er uppalinn Grindvíkingur. Ása spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik í fyrra í Inkasso deildinni. Hún hefur tekið miklum framförum undanfarið og á framtíðina fyrir sér. Birgitta Hallgrímsdóttir 22 ára. Hún kom …