Tinna Hrönn Einarsdóttir hefur gert sinn nýjan samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með félaginu næstu tvö tímabil. Tinna er aðeins 16 ára gömul en hefur leikið alls 20 leiki með félaginu á tveimur tímabilum og skorað eitt mark. Tinna er mjög efnilegur leikmaður en varð fyrir því óláni að meiðast illa í sumar hún tók því aðeins þátt …
14 leikmenn úr Grindavík valdir í yngri landslið KKÍ
KKÍ hefur tilkynnt æfingahópa yngri landsliða Íslands í aldurshópunum U15, U16 og U18 fyrir sumarið 2021. Grindavík á 14 leikmenn í þessum yngri landsliðshópum sem er frábær árangur fyrir okkar félag. Þeir grindvísku leikmenn sem voru valdir í yngri landslið KKÍ eru eftirfarandi: U16 st. Agnes Fjóla Georgsdóttir Grindavík U18 st. Hekla Eik Nökkvadóttir Grindavík U18 st. Hulda Björk Ólafsdóttir …
Una Rós skrifar undir nýjan samning hjá Grindavík
Una Rós Unnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með félaginu næstu tvö keppnistímabil eða út tímatilið 2022. Una Rós er 18 ára gömul en lék sinn fyrsta leik 16 ára gömul tímabilið 2018. Una Rós leikur á miðjunni hjá Grindavík og hefur á ferli sínum leikið 36 leiki og skorað 11 mörk. Öll mörk hennar …
Opnar aukaæfingar fyrir 5. og 4. flokk næstu sunnudaga
Knattspyrnudeild Grindavíkur verður með opnar aukaæfingar fyrir 5. og 4. flokk stráka og stelpna næstu sunnudagsmorgna. Æfingarnar eru liður í verkefni hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur um að bjóða öllum iðkendum á þessum aldri tækifæri á að sækja æfingu hjá afreksþjálfara. Með því móti gefst áhugasömum iðkendum tækifæri á að bæta getu sína og færni. Næstu tvo sunnudaga verða opnar aukaæfingar á …
Áslaug Gyða endurnýjar samning sinn við Grindavík
Áslaug Gyða Birgisdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með liðinu út keppnistímabilið 2022. Áslaug er tvítug að aldri en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 47 leiki í deild og bikar með Grindavík á ferlinum. Í sumar lék Áslaug 16 leiki með Grindavík í deild og bikar. Hún leikur í stöðu miðvarðar og myndaði …
Ása Björg áfram hjá Grindavík
Ása Björg Einarsdóttir hefur undirritað nýjan samning við knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með liðinu út keppnistímabilið 2022. Ása Björg er 17 ára gömul, uppalin hjá félaginu og hefur leikið 19 leiki með Grindavík í deild og bikar á ferlinum. Hún skoraði sitt fyrsta mark fyrir Grindavík í sumar í sigri gegn Fram. Ása Björg lék sem kantmaður hjá Grindavík …
Tiago Fernandes gengur til liðs við Grindavík
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við portúgalska leikmanninn Tiago Fernandes um að leika með liðinu næstu tvö keppnistímabil. Tiago er 25 ára gamall miðjumaður sem lék við góðan orðstír hjá Fram tímabilin 2018 og 2019. Tiago hefur leikið 49 leiki í deild og bikar á Íslandi og skorað 6 mörk. Honum er ætlað stórt hlutverk á miðjunni hjá Grindavík á næstu leiktíð. …
Guðný Eva semur til tveggja ára
Guðný Eva Birgisdóttir, fyrirliði Grindavíkur, hefur gert nýjan samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur til ársins 2022. Guðný hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin sumur en Grindavík fagnaði sigri í 2. deild kvenna í sumar. Guðný Eva er 23 ára gömul og hefur alla tíð leikið með Grindavík. Alls á hún að baki 117 leiki með Grindavík í deild og bikar. Guðný lék …
Jólahumarinn færðu hjá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur
Meistaraflokkar Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fara í fjáröflun núna fyrir jólin og munu selja humar til stuðningsmanna og allra Grindvíkinga nær og fjær. Um er að ræða skemmtilega fjáröflun en eflaust eru margir sem ætla að hafa humar á borðum um hátíðirnar. Hér er því hægt að slá tvær flugur í einu höggi og styðja um leið við körfuboltann í Grindavík. Takmarkað …
Sigurður Bjartur endurnýjar samning sinn við Grindavík
Sigurður Bjartur Hallsson hefur endurnýjað samning sinn við Grindavík út tímabilið 2021. Sigurður Bjartur er 21 árs framherji og vængmaður sem er uppalinn hjá félaginu. Sigurður hefur leikið 44 leiki í deild og bikar með Grindavík og hefur skorað 11 mörk. Hann átti gott tímabil með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar og skoraði 8 mörk fyrir félagið og var markahæsti …