Áslaug Gyða endurnýjar samning sinn við Grindavík

Knattspyrna Knattspyrna

Áslaug Gyða Birgisdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með liðinu út keppnistímabilið 2022. Áslaug er tvítug að aldri en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 47 leiki í deild og bikar með Grindavík á ferlinum.

Í sumar lék Áslaug 16 leiki með Grindavík í deild og bikar. Hún leikur í stöðu miðvarðar og myndaði gott miðvarðarpar með Þorbjörgu Jónu Garðarsdóttur í sumar. Vörnin hjá Grindavík var sú besta í 2. deild kvenna í sumar og fékk aðeins á sig 11 mörk. Þar var Áslaug í stóru hlutverki.

Við hjá knattspyrnudeild Grindavíkur fögnum því að Áslaug Gyða verði áfram hjá félaginu.