Jólahumarinn færðu hjá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur

KörfuboltiKörfubolti

Meistaraflokkar Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fara í fjáröflun núna fyrir jólin og munu selja humar til stuðningsmanna og allra Grindvíkinga nær og fjær. Um er að ræða skemmtilega fjáröflun en eflaust eru margir sem ætla að hafa humar á borðum um hátíðirnar. Hér er því hægt að slá tvær flugur í einu höggi og styðja um leið við körfuboltann í Grindavík.

Takmarkað magn verður í boði á eftirfarandi vörum:

  • Sérvalið blandað lúxus skelbrot – 9.990 kr.- (2 kg í poka)
  • Skelfléttir humarhalar – 4.990 kr.- (600 gr. í poka)
  • Humarhalar í öskju (800 gr. í öskju)
    • 29-34 í öskju 8.990 kr.-
    • 35-44 í öskju 5.990 kr.-

Allar pantanir eru sendar á gjaldkerikkd@umfg.is

Panta þarf fyrir 15. desember og verður humar afhentur þann 20. desember.

Greiða þarf fyrirfram á eftirfarandi reikning:
Kt. 550591-1039
Rn: 0143-26-001039

Áfram Grindavík!