Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við hinn þrautreynda þjálfara Milan Stefán Jankovic og verður hann aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Grindavíkur. Verður hann aðstoðarmaður Alfreðs Elíasar Jóhannssonar sem var kynntur sem þjálfari Grindavíkur fyrir skömmu. Það þarf vart að kynna Janko fyrir Grindavíkingum en hann hefur búið hér í þrjá áratugi og er samofinn sögu knattspyrnudeildar Grindavíkur. Hann kemur nú inn í nýtt …
Maja áfram leikmaður og markmannsþjálfari Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur framlengt samning sinn við Maciej Majewski sem leikmaður og markmannsþjálfari hjá félaginu. Maja hefur verið hjá Grindavík 2015 og hefur komið sér vel fyrir hér í Grindavík. Maja, sem kemur frá Póllandi, gerir eins árs samning sem markmaður hjá félaginu og mun hann veita Aroni Degi Birnusyni samkeppni um markvarðarstöðuna. Maja gerir þriggja ára samning sem markmannsþjálfari …
Travis Atson til Grindavíkur
Grindavík hefur samið við bandaríska bakvörðinn Travis Atson og mun hann leika með félaginu í vetur. Travis mætti til landsins um helgina og hefur tekið þátt í tveimur æfingum og staðið sig vel. Atson er 24 ára gamall og kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum. Hann lék með St. Francis háskólanum síðasta vetur og var með tæp 15 stig að meðaltali …
Alfreð Elías nýr þjálfari Grindavíkur
Alfreð Elías Jóhannsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Alfreð gerir þriggja ára samning við Grindavík og mun hefja störf á næstu dögum. Alfreð hefur undanfarin fimm ár þjálfað kvennalið Selfoss og gerði liðið meðal annars að bikarmeisturum árið 2019. Þar áður hefur hann þjálfað lið Ægis í Þorlákshöfn, ÍBV, BÍ/Bolungarvík og GG þar sem hann hóf …
Ársmiðasala hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur
Sala á árskortum hjá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er farin af stað inn í appinu Stubbi. Þar er hægt að kaupa ársmiða á alla heimaleiki Grindavíkur í Subwaydeild karla og kvenna. Tímabilið byrjar á morgun með leik Grindavíkur og Vals í Subway deild kvenna. Karlalið Grindavíkur mætir svo Þór Akureyri í HS Orku höllinni á föstudag. www.stubbur.app Árskortið í vetur kostar 30.000 …
Íþróttaskóli UMFG fer af stað á laugardaginn 9. október
Ungmennafélag Grindavíkur stendur fyrir íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 9. október. Íþróttaskólinn verður kl. 10:00 – 10:40 á laugardögum í vetur. Skráning í Sportabler. Umsjónarmenn verða Tracy Vita Horne og Viktoría Horne
Naor Sharon semur við Grindavík
Grindavík hefur fengið liðsstyrk fyrir tímabilið í Úrvalsdeild karla í körfubolta. Liðið hefur samið leikstjórnandann Naor Sharon Sharabani. Naor er 26 ára gamall og kemur frá Ísrael. Hann er jafnframt með franskt vegabréf. Naor er ekki ókunnur íslenskum körfubolta því hann lék með Valsmönnum tímabilið 2019/2020. Hann lék með Valsmönnum seinni hlutann af tímabilinu og var með 13,8 stig að …
Dagur Kár semur við spænskt félagslið
Dagur Kár Jónsson mun ekki leika með Grindavík í vetur í Úrvalsdeild karla. Dagur hefur samið við spænska félagið Club Ourense Baloncesto og mun leika með þeim í vetur. „Þetta er virkilega spennandi tækifæri sem ég get ekki sleppt á þessum tímapunkti á ferli mínum,“ segir Dagur Kár Jónsson. „Ég vil þakka Grindvíkingum fyrir síðustu ár þar sem mér hefur …
Pílufélag Grindavíkur gengur inn í UMFG
Á aðalfundi Ungmennafélags Grindavíkur þann 24. júní síðastliðinn var samþykkt að taka Pílufélag Grindavíkur inn sem aðila í Ungmennafélag Grindavíkur. Við þetta mun píla bætast við sem íþróttagrein innan UMFG og bætist þar með í flóru íþróttagreina sem hægt er að stundan innan UMFG. Á aðalfundinum var samþykkt að Pílufélag Grindavíkur gangi inn í UMFG á reynslu til eins árs. …
Tilkynning um óæskilega hegðun
Ungmennafélag Grindavíkur leggur mikla áherslu á að allir iðkendur innan félagsins geti stundað íþróttina sína í öruggu umhverfi. Hér að neðan má finna upplýsingar um fræðslu og hvert er hægt að leita ef að grunur er um að öryggi iðkenda sé ógnað. Ef þú telur þig verða vitni af hegðun eða samskiptum sem þú telur ógna öryggi einstaklings innan félagsins …