1. bekkur fékk körfubolta að gjöf

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Krakkarnir í 1. bekk í Grunnskóla Grindavíkur fengu góða heimsókn í vikunni þegar leikmenn meistaraflokka Grindavíkur komu færandi hendi. Undanfarin ár hefur unglingaráð körfuknattleiksdeildarinnar gefið öllum nemendum í 1.bekk körfubolta að gjöf.

Þau Ólafur Ólafsson, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir, Ivar Aurrecoechea og Edyta Falenczyk mættu í Hópsskóla á föstudaginn og afhentu boltana.

Heldur betur skemmtilegt og krakkarnir tóku brosandi á móti boltunum.