Ólafur Ólafsson í atvinnumennsku í Frakklandi

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Karfan.is greindi frá því núna fyrir stundu að Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, hafi skrifað undir samning við franska liðið St. Clement og muni leika með þeim næsta vetur. Ólafur var einn af betri leikmönnum Grindavíkur í vetur og steig vel upp í fjarveru annarra lykilmanna. Brotthvarf Óla er augljós blóðtaka fyrir Grindvíkinga en maður kemur alltaf í manns stað og …

Stelpurnar steinlágu gegn Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur heimsóttu Keflavík um helgina þar sem Keflvíkingar náðu heldur betur að hefna fyrir bikarúrslitaleikinn og unnu nokkuð öruggan sigur 82-54. Á sama tíma unnu Valsstúlkur sinn leik og annað kvöld er því hreinn úrslitaleikur í boði þar sem Valsstúlkur heimsækja Röstina í síðustu umferð deildarinnar. Sigurvegarinn í þeim leik mun væntanlega tryggja sér 4. sætið í deildinni og síðasta …

Snæfellskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur tóku á móti Snæfelli í gær, en fyrir leikinn sátu gestirnir í efsta sæti deildarinnar og deildarmeistaratitillinn innan seilingar. Skemmst er frá því að segja að okkar konur sáu aldrei til sólar í þessum leik og töpuðu leiknum stórt, 60-88. Slæmur skellur á heimavelli er ekki góður fyrirboði fyrir komandi úrslitakeppni, en það er ekki ólíklegt að þessi lið …

Grátlegt tap gegn KR og staðan í einvíginu 0-2

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir tóku á móti KR í 2. leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominosdeildar karla í gær. Okkar menn fóru heldur brösulega af stað en hrukku svo í gang í 2. leikluta og voru á tímabili komnir með 18 stiga forskot á Íslandsmeistarana. Í 4. leikhluta gekk hins vegar lítið upp og Grindvíkingar skoruðu …

Hörmuleg skotnýting felldi Grindvíkinga í fyrsta leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar heimsóttu KR í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Dominosdeildarinnar 2015. Lokatölur urðu 71-65 í leik sem þótti ekki sérlega áferðarfallegur. Okkar menn voru að hitta afleitlega og mesta furða hvað þeir náðu að halda í við KR-inga. Gott áhlaup í loka leikhlutanum kom okkar mönnum í góðan séns í lokin en KR-ingar voru sterkari á lokasprettinum og gerðu útum …

Tap gegn Snæfelli og 8. sætið staðreynd

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar heimsóttu Snæfell í síðustu umferð Dominosdeildar karla síðastliðið fimmtudagskvöld. Fyrir leikinn voru okkar menn loksins búnir að tryggja sæti í úrslitakeppninni en sigur í þessum leik hefði getað skutlað liðinu upp um nokkur sæti í töflunni. Það var því að miklu að keppa fyrir okkar menn en Snæfellingar voru fastir í 9. sætinu og voru því aðeins að spila …

Óli Óla með lungnabólgu og ekki með gegn Snæfelli í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar sækja Stykkishólm heim í kvöld í síðasta leik sínum í deildarkeppni Dominosdeildarinnar, í leik sem mun skera úr um í hvaða sæti liðið endar og hverjum við mætum í úrslitakeppninni. Karfan.is greindi frá því í dag að liðið hefði orðið fyrir nokkurri blóðtöku en Ólafur Ólafsson er með lungnabólgu og spilar því ekki með liðinu í kvöld. „Ég vaknaði …

Mikilvægur leikur hjá stelpunum í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það er ansi mikilvægur leikur á dagskrá í Röstinni í kvöld þar sem Haukar koma í heimsókn til bikarmeistaranna okkar. Nú fer að síga á seinni hlutann í deildinni og fá stig eftir í pottinum. Fyrir þennan leik sitja okkar stúlkur í 3. sæti með 30 stig en Haukar eru að anda niðrum hálsmálið á okkur með 28 stig í …

Sæti í úrslitakeppninni tryggt með góðum sigri á Fjölnismönnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík og Fjölnir mættust í gærkvöldi í hörkuleik sem var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Heimamenn gátu með sigri tryggt sig inn í úrslitakeppnina og jafnvel klifrað aðeins ofar í töfluna til þess að sleppa við að mæta KR eða Tindastóli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir Fjölni var leikurinn nánast upp á líf og dauða en Fjölnismenn eru í þéttum …

Frítt á leikinn í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG vill vekja athygli bæjarbúa á því að frítt verður inn á leik Grindavíkur og Fjölnis í Dominosdeildinni í kvöld en leikurinn er síðasti deildarheimaleikur hjá strákunum á tímabilinu. Vonandi sjá sér sem flestir fært að mæta svo að við getum keyrt upp stemminguna fyrir úrslitakeppnina sem er handan við hornið. Leikurinn hefst kl. 19:15 Foreldrar körfuknattleiksiðkenda í …