Foreldrafundur fimleikadeildar Grindavíkur verður haldinn í dag mánudaginn 14. sept. kl 20:00. Fundurinn fer fram í Gjánni, félagsaðstöðu UMFG. Farið verður yfir komandi vetur og nýr þjálfari kynntur. Hvetjum alla foreldra til að koma. Stjórn Fimleikadeildarinnar
Tap gegn Þórsurum í baráttuleik
Grindvíkingar tóku á móti Þórsurum núna um helgina í 1. deild karla í knattspyrnu. Eftir slæmt tap gegn Víkingum í síðasta leik var Pepsideildar draumurinn í raun úr sögunni hjá okkur mönnum sem höfðu að litlu að keppa nema heiðrinum. Þórsarar eygðu aftur á móti von um að halda sínum draumum á lífi með sigri í þessum leik og því …
Fyrsta deildartap ársins hjá stelpunum
Fótboltasumarið hjá Grindavíkurstelpum hefur verið ótrúlegt ævintýri en þær fóru taplausar í gegnum deildina og komust í 8-liða úrslit í bikarnum. Eftir öruggan sigur í B-riðli 1. deildar tók úrslitakeppni við um tvö laus sæti í úrvalsdeild að ári. Stelpurnar afgreiddu Augnablik í fyrstu umferð en næstu andstæðingar er lið ÍA og virðist vera á brattan að sækja fyrir Grindavík …
Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, topplið Víkings í heimsókn
Það verður sannkallaður stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld og í raun hálfgerður úrslitaleikur fyrir Grindvíkinga. Topplið 1. deildar karla í knattspyrnu, Víkingur frá Ólafsvík, kemur í heimsókn en með sigri í kvöld verða Grindvíkingar aðeins 4 stigum frá úrvalsdeildarsæti. Það má í raun segja að allt sumarið sé undir í þessum leik. Það hefur gengið á ýmsu hjá liði Grindavíkur …
Jafntefli gegn Augnabliki í Fífunni
Grindavíkurkonur hófu leik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna á laugardaginn þegar þær heimsóttu lið Augnabliks í Fífuna í Kópavogi. Leikurinn var nokkuð fjörugur og fjögur mörk litu dagsins ljós, tvö frá hvoru liði. Seinni leikurinn fer fram hér í Grindavík á miðvikudaginn kl. 17:30 og hvetjum við bæjarbúa til að fjölmenna á völlinn og hvetja okkar konur til sigurs. Eftirfarandi …
Umspilsleikur á Grindavíkurvelli í dag
Nú er sumarið að klárast hjá yngri flokkunum og komið að úrslitakeppnum flokkanna. Fjórði flokkur kvenna þarf að leika auka leik um sæti í úrslitakeppni A-liða við Fylki og fer leikurinn fram í dag, mánudaginn 31. ágúst og hefst klukkan 17:00 á Grindavíkurvelli. Hvetjum við ykkur til að mæta og hvetja stelpurnar.
Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar
Uppskeruhátíð 8., 7., 6., og 5. flokks karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 5. september frá kl. 14:00 – 15:00 í Hópinu. Dagskrá: – Knattþrautir – Viðurkenningar afhentar – Unglingaráð mun grilla fyrir gesti Foreldrar eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Æfingagjöld UMFG
Heil og sæl foreldar / forráðamenn, Nú fer starfið innan deilda UMFG að byrja og viljum við byrja á því að benda öllum á að skrá börnin sín í þær deildir sem ætla sér að stunda íþróttir í. Innskráningaferlið er kynnt hérna http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold og þar eru ítarlegar upplýsingar um hvernig skal skrá barnið inn í flokka t.d hérhttp://www.grindavik.is/gogn/umfg/Leibeiningar_fyrir_innskraningakerfi_Nora_hja_UMFG_i_myndum.pdf Þeir …
Körfuboltaskólinn um helgina
Nú er körfuboltavertíðin að hefjast og ætlar meistaraflokkur karla að halda körfuboltaskóla helgina 29.-30. ágúst. Þessi skóli er frábær leið til þess að byrja körfuboltaveturinn þar sem allir leikmenn meistaraflokks karla þjálfa krakkana í íþróttinni. Einnig halda vel valdir leikmenn fyrirlestra um það sem þarf til þess að njóta og ná langt í körfubolta og öðrum íþróttum, til dæmis mikilvægi …
Grindvíkingar sópa upp fyrrum leikmönnum KR
Kvennalið Grindavíkur í körfubolta tilkynnti um enn einn liðsstyrkinn fyrir veturinn í gær þegar Björg Einarsdóttir skrifaði undir samning við félagið. Björg lék með KR síðastliðinn vetur en KR hefur dregið lið sitt út úr keppni í úrvalsdeild þennan veturinn. Björg sem er fædd 1992 leikur sem bakvörður. Hún þykir góð þriggja stiga skytta og mun eflaust styrkja hóp Grindavíkur. …