Umspilsleikur á Grindavíkurvelli í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Nú er sumarið að klárast hjá yngri flokkunum og komið að úrslitakeppnum flokkanna. Fjórði flokkur kvenna þarf að leika auka leik um sæti í úrslitakeppni A-liða við Fylki og fer leikurinn fram í dag, mánudaginn 31. ágúst og hefst klukkan 17:00 á Grindavíkurvelli.
Hvetjum við ykkur til að mæta og hvetja stelpurnar.